Fleiri fréttir

Milljarður í endurbætur lauga

Gert er ráð fyrir einum milljarði króna í fjárframlög Reykjavíkurborgar til endurbóta á sundlaugum borgarinnar næstu þrjú árin. Meðal verkefna sem unnið verður að á þessu ári eru ný leiktæki við sundlaugarnar, heitir pottar, endurgerð búningsaðstöðu, eimböð og almennar viðgerðir.

Viðskiptasamningar féllu sennilega niður við aðild

Óvíst er hvað verður um tvíhliða viðskiptasamninga sem Ísland hefur gert, gangi landið í Evrópusambandið (ESB). Þó verður að teljast líklegt að framkvæmdastjórn ESB ógildi samningana. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi austurríska lögmannsins Niklas Maydell á opnum fundi Lagastofnunar Háskóla Íslands á fimmtudag.

Nokkur áhugi á ríkisbréfum

Ríkissjóður gekk á fimmtudag frá samningum um útgáfu skuldabréfa upp á einn milljarð Bandaríkjadala, jafngildi tæpra 124 milljarða íslenskra króna. Skuldabréfin eru gefin út til 10 ára og voru seld miðað við 6,0% ávöxtunarkröfu.

Senda þakkir frá Búrkína Fasó

Hjálparstarf Starfsfólk UNICEF í Búrkína Fasó sendi þakklætiskveðjur til Íslands á dögunum, en söfnun hér á landi til hjálpar nauðstöddum á Sahel-svæðinu hefur gengið afar vel. Um 20 milljónir króna hafa safnast frá yfir sjö þúsund Íslendingum.

Byggja barna- og fjölskyldudeild

Félagsleg staða ungs fólks sem kemur úr meðferð hjá SÁÁ er mun lakari nú en fyrr á árum. SÁÁ ætlar að mæta þessari þörf með stórátaki sem hefst með sölu á Álfinum í dag. SÁÁ segir Álfasölu vera mikilsverðasta þáttinn í fjáröflun samtakanna.

Mál gegn meintum hryðjuverkamönnum gæti tekið mörg ár

Mál ákæruvaldsins í Bandaríkjunum gegn fimm mönnum sem sakaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í New York og víðar 11. september árið 2001, er loks hafið. En réttarhöldin sjálf munu þó ekki hefjast á næstunni - verjendur og saksóknarar í málinu sögðu í dag að nokkur ár gætu verið í það gerist.

Shaq tók við doktorsgráðunni í dag

Fyrrverandi körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O'Neal tók við doktorsgráðu sinni frá Barry-háskólanum í Miami í dag. Shaq, sem er 2 metrar og 16 sentímetrar á hæð, fagnaði með því að lyfta prófessornum sínum.

Megrunarlausi dagurinn snýst um virðingu

"Þetta snýst allt um virðingu," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir, aðspurður um viðhorf sitt til Megrunarlausa dagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. Hann bendir á að samfélagið móti sjálfsmynd einstaklinga og að það sé nauðsynlegt að fagna öllum birtingarmyndum manneskjunnar.

Sagan um ónefndu tölvuleikjaprinsessuna heillaði dómefnd

Verðlaunaafhending í myndasögukeppni Borgarbókasafns og Myndlistaskólans í Reykjavík fór fram í Grófarhúsi í dag. Ásrún María Óttarsdóttir hlaut sigurverðlaun en saga hennar um ónefnda tölvuleikjaprinsessu þótti bera af fyrir sögumennsku, litanotkun, sjónarhorn og teikningu.

Átök við Kreml

Til átaka kom milli lögreglumanna og mótmælenda í Moskvu í Rússlandi í dag. Um 20 þúsund stjórnarandstæðingar söfnuðust saman fyrir utan Kreml, höfuðstöðvar yfirvalda í Rússlandi.

Lest reif flutningabíl í tvennt

Vegfarandi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum náði ótrúlegum myndum af því þegar lest reif flutningabíl í tvennt.

Styrmir: "Forsetaembættið er úrelt fyrirbæri"

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, leggur til að embætti forseta Íslands verði fellt niður. Styrmir var gestur í sjónvarpsþættinum Silfur Egils í dag.

Björgunarsveitir aðstoða slasaðan hjólreiðamann

Björgunarsveitir frá fjórum sveitum á Suðurlandi taka nú þátt í björgunaraðgerð eftir að hjólreiðamaður féll af hjóli sínu og slasaðist í Reykjadal norður af Hveragerði fyrr í dag.

Misskilningur að samningar séu í höfn

Haft er eftir Huang Nubo í kínverskum miðli að samningar um leigu hans á Grímsstöðum á Fjöllum séu í höfn. Talsmaður hans segir þó að um misskilning sé að ræða.

"Fésbókin hefur ekki stoppað"

"Ég var að aka úr bænum þegar ég sá tunglið,“ segir Halldór Sigurðsson. Ljósmynd sem hann náði af ofurmánanum í nótt hefur vakið heimsathygli en hún birtist á vefsíðu bandarísku fréttastofunnar CNN í nótt.

Megrunarlausi dagurinn er í dag

Megrunarlausi dagurinn - alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdarfars - er haldinn hér á landi í sjötta sinn í dag.

Með skammbyssu á skemmtistað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning stuttu fyrir miðnætti um mann sem var með skammbyssu inn á skemmtistað í Kópavogi. Dyraverðir afvopnuðu manninn og voru með hann í tökum þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag - maðurinn var undir áhrifum áfengis. Skammbyssan var óhlaðin.

Styttist í Ólympíuleikanna

Um fjörutíu þúsund manns komu saman í Ólympíuþorpinu í London í gærkvöldi þegar ólympíuleikvangurinn var formlega opnaður en þá voru nákvæmlega 2012 klukkustundir eða 80 dagar þar til að leikarnir hefjast þann 27. júlí næstkomandi.

Forsetakosningar í Frakklandi halda áfram

Seinni umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag en valið stendur á milli Nicolas Sarkozy sitjandi forseta og frambjóðenda sósíalista, Francois Hollande.

Ofurmáni á himni í nótt

Í nótt mátti sjá óvenju stórt tungl á himni en þá var það eins nálægt jörðinni og mögulegt er.

Bílvelta á Fjallkonuvegi

Bílvelta varð á Fjallkonuvegi á fjórða tímanum í nótt. Ökumaðurinn var einn í bílnum.

Valdaflokkunum í Grikklandi refsað

Útgönguspár í þingkosningunum í Grikklandi benda til þess að tveir helstu flokkar landsins hafi beðið afhroð. Flokkarnir tveir, vinstriflokkurinn Pasok og hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, hafa ráðið lögum og lofum í grískum stjórnmálum frá því á áttunda áratugi síðustu aldar þegar lýðræði komst á að nýju í landinu. Flokkarnir tveir hafa verið saman í stjórn frá því í nóvember en almenningur virðist nú hafa fengið nóg af niðurskurði síðustu mánaða og því útlit fyrir algjöra uppstokkun.

Tjá sig ekki um ákærur

Fimmmenningunum sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 var birt ákæra í gær.

Coldplay heiðraði minningu MCA

Breska rokkhljómsveitin Coldplay heiðraði minningu rapparans Adam Yauch í gær. Yauch, sem var liðsmaðurinn Beastie Boys, lést í gær, 47 ára að aldri.

Óstöðvandi - áhrifamikil auglýsing fyrir Ólympíuleika fatlaða

Ólympíuleikar fatlaðra hefjast í Lundúnum 29. ágúst næstkomandi og standa til 9. september. Að því tilefni hefur Ólympíuráð fatlaðra í Kanada framleitt auglýsingu sem lýsir þeim hindrunum sem fatlaðir einstaklingar yfirstíga til þess að verða þeir bestu í sinni grein.

Humperdinck: "Held huga mínum hreinum fyrir keppni"

Hjartaknúsarinn Engelbert Humperdinck sem keppir fyrir Bretlands hönd í Eurovision þetta árið veit ekki hvort að Jónsi og Greta Salóme séu sterkir keppinautar - hann kýs frekar að einbeita sér að sínum eigin flutningi.

Umfangsmikil flugslysaæfing á Suðurnesjum

Farþegaflugvél þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli eftir að eldur kom upp í vélinni. Þetta voru skilaboðin sem þátttakendur í flugslysaæfingu á Suðurnesjum fengu í dag.

Vill tengja húsaleigubætur við lágmarks brunavarnir

Slökkviliðsstjóri telur að bæta megi öryggi þeirra sem búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og annarra á leigumarkaði með því að tengja greiðslur húsaleigubóta við skilyrði um lágmarks brunavarnir.

Sjá næstu 50 fréttir