Innlent

Eigandi Boot Camp býður Sóleyju í prufutíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnaldur Birgir Konráðsson er annar eiganda Boot Camp.
Arnaldur Birgir Konráðsson er annar eiganda Boot Camp. mynd/ anton.
Boot Camp er bara venjuleg líkamsræktarstöð og á ekkert skylt við hernað, segir Arnaldur Birgir Konráðsson, annar eigenda Boot Camp, í samtali við Vísi. Vinstri græn hafa lagst gegn því að Boot Camp fái aðstöðu í húsi Fornbílaklúbbsins á Rafstöðvarvegi. Telja VG að ekki fari vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðarsniði.Arnaldur Birgir býður Sóleyju Tómasdóttur, oddvita VG í borgarstjórn, velkomna í tíma í stöðinni til að kynna sér það sem þar fer fram. „Ég vil bara endilega skora á hana að koma og prufa einn tíma hjá okkur. Ég býð henni það bara í boði hússins," segir hann.„Það sem ber náttúrlega að líta á er að Boot Camp er bara eins og hver önnur líkamsrækt. Við erum með barnanámskeið, meögönguleikfimi, hlaupahópa og þetta er bara venjuleg líkamsræktarstöð. Þess vegna er þetta bara sprenghlægilegt," segir Arnaldur Birgir og bætir því við að Boot Camp hafi verið rekið í átta ár á Íslandi.Arnaldur Birgir segir að markmiðið snúist um það að gera Elliðaárdalinn sem fallegastan. „Við hlökkum til að gera þennan Elliðaárdal enn betri en hann er. Okkur langar til að gera enn betur við þá sem eru duglegir að fara í dalinn og hreyfa sig. Það er eina markmiðið sem við höfum," segir Arnaldur Birgir.Arnaldur Birgir segir að stefnt sé að því að nýja stöðin geti opnað í júni. „Við ætlum að gera það bara með pompi og pragt," segir hann.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Vinstri grænir leggjast gegn heræfingum í Elliðaárdal

Vinstri grænir í Reykjavíkurborg leggjast gegn því að Boot Camp fái aðstöðu í gamla húsnæði Fornbílaklúbbsins neðst í Elliðaárdal fyrir æfingaaðstöðu. DV greindi frá því á síðasta ári að Sjöstjarnan ehf, félag Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, hefði keypt hús af Fornbílaklúbbi Reykjavíkur. Hann leigði það til fyrirtækisins BootCamp og verður það notað undir líkamsræktarstöð. Í frétt DV kom jafnframt fram að kaupin væru háð þeim fyrirvara að borgaryfirvöld samþykki breytingar á deiliskipulagi á lóðinni. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi má eingöngu vera safn í húsinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.