Innlent

Raunhæft að leggja einkabílnum

Borgarstjóri segir eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu gefa fólki raunhæfan kost á að leggja einkabílnum. Vonast er til að tilraunaverkefni sem skrifað var undir í dag komi til með að fjölga strætisvagnafarþegum verulega.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðin, fjármála- og innanríkisráðherra undirrituðu í dag samkomulag um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Um tilraunaverkefni er að ræða en ríkið mun verja í það milljarði á ári næstu tíu árin. Í dag eru um fimm prósent af þeim ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu farnar með strætó. Vonast er til að verkefnið verði til þess að fjölga strætófarþegum verulega.

„Við munum tvöfalda hlut almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og það mun náttúrulega breyta gríðarlega miklu fyrir höfuðborgarbúa á öllum sviðum. Það mun draga úr mengun og það mun líklega minnka bílaumferð og gefa fólki kannski raunhæfan kost á því að reka ekki sinn eigin bíl heldur notast eingöngu við almenningssamgöngur," segir Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík.

Farþegar ættu að sjá fyrstu breytingarnar strax í júní.

„Við munum auka tíðni einkum svona seinni part dags og fram á kvöld. Við munum hefja akstur fyrr á morgnana og um helgar og aka lengur á kvöldin, líka um helgar og virka daga. Síðan munum við fá einhverjar nýjar leiðar svona þegar fram líða stundir og vistvæna vagna", segir Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×