Innlent

Sérsveitin aðstoðaði við handtöku á fíkniefnasala

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 50 grömm af kókaíni, talsvert af sterum og búnað til framleiðslu á kannabis við húsleit í Norðlingaholti fyrir helgina.

Karl á þrítugsaldri var handtekinn á vettvangi en við leit í bíl hans fannst ennfremur marijúana. Karl á svipuðum aldri var einnig handtekinn í þágu rannsóknarinnar en við leit í bíl hans annars staðar á höfuðborgarsvæðinu fannst lítilræði af kókaíni. Við aðgerðina í Norðlingaholti naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Þá var karlmaður um þrítugt handtekinn í austurborginni á föstudag en í bíl hans fundust á annan tug söluskammta af marijúana. Í framhaldinu var leitað á heimili mannsins en þar var að finna um 250 grömm af marijúana til viðbótar og var það allt í söluumbúðum. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×