Innlent

Stærðar rotta skelfdi kött

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rottan sat makindalega í glugga á Grettisgötunni.
Rottan sat makindalega í glugga á Grettisgötunni.
„Hún var allavega svo stór að kötturinn var skíthræddur við hana," sagði íbúi á Grettisgötunni sem rakst á stærðar rottu fyrir framan heimili nágranna síns í Reykjavík á baráttudegi verkamanna í síðustu viku. Rottan var sprellifandi og ekki frýnileg að sjá. Kötturinn sem sést á myndinni gerði sig líklegan nokkrum sinnum til þess að gera atlögu að rottunni en lét aldrei verða að því. Eftir nokkra stund lét rottan sig hverfa.

Á Vísindavefnum kemur fram að rottur eru miðlungsstór nagdýr af músaætt sem aðgreindar eru músum sökum stærðar sinnar. Þekktastar meðal eru svartrottan og brúnrottan sem finnst aðeins í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið Heimaey.

Ekki er vitað hvað rottan á myndinni er þung en á Vísindavefnum segir að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna komi fram að afar sjaldgæft sé að rottur verði þyngri en 500 grömm en skráð þyngdarmet rottu er 794 grömm. Ekkert bendir til þess að rottur á Íslandi séu á einhvern hátt ólíkar rottum annars staðar hvað líkamsstærð varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×