Erlent

Talið að efni í karrý komi í veg fyrir magakrabbamein

Talið er að efni sem finnst í karrý geti komið í veg fyrir krabbamein í maga en hundruð þúsunda Evrópubúa þjást af því á hverju ári.

Efnið sem hér um ræðir heitir curcumin og er að finna í kryddinu turmeric sem notað er í karrý.

Rannsóknir á tilraunastofum hafa leitt í ljós að curcurmin getur ráðið niðurlögum krabbameinsfruma. Nú eru að fara í gang tilraunir á fólki á sjúkrahúsi í Leicester í Englandi sem munu fá skammta af curcumin ásamt hefðbundinni meðferð við magakrabbameini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×