Innlent

Hótaði unglingi með hníf og rændi fermingjagjöfinni

Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar vopnað rán sem átti sér stað í Hafnarfirði á föstudagskvöldinu. Fjórtán ára drengur var þá rændur IPhone-síma þegar hann mætti hettuklæddum einstaklingi. Það var mbl.is sem greindi frá því að ungur maður hefði ógnað 14 ára dreng með hníf í Hafnarfirði á áttunda tímanum á föstudagskvöldið. Þeir voru þá staddir á Vesturgötunni í Hafnarfirði.

Mbl.is ræðir við móðir drengsins sem lýsir atvikinu þannig að hann var að hjóla á Vesturgötu í Hafnarfirði ásamt vini sínum. Vinurinn var skammt frá þegar maðurinn gekk upp að drengnum. Faðir drengsins lýsti því síðan að maðurinn hefði verið í úlpu með hettuna uppi. Hann á svo að að hafa spurt drenginn hvað klukkan væri.

Drengurinn dró .þá upp símann sinn til að athuga það, og þá sá maðurinn að drengurinn var með iPhone.

„Eftir smá orðaskipti sýndi hann hníf sem hann bar í erminni og sagði: „Þú hefur verra af ef þú lætur mig ekki hafa símann, þá sting ég þig." Sonur minn fraus og maðurinn kom ógnandi að honum og skipaði honum að láta sig fá símann. Því næst hrifsaði hann símann af honum og hljóp í burtu, niður Vesturgötuna og yfir Reykjavíkurveginn í átt að miðbæ Hafnarfjarðar."

Varðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir vopnuð rán með þessum hætti afar fátíð í bænum. Hann segir málið vera komið inn á borð rannsóknardeildarinnar en drengurinn gat gefið greinagóða lýsingu á ræningjanum, en talið er að hann sé á svipuðum litlu eldri en sá sem var rændur.

Lögreglan er vongóð um að ná ræningjanum, varðstjóri segir piltinn hafa verið nokkuð skelkaðann eftir ránið, „enda frekar kvikindislegt," segir varðstjórinn, en í frétt mbl.is kemur fram að síminn hafi verið fermingargjöf til drengsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×