Innlent

Áætla verklok í júlímánuði

Vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar var hafin á haustdögum 2010. Fréttablaðið/GVA
Vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar var hafin á haustdögum 2010. Fréttablaðið/GVA
Vinna er að hefjast við breytingar á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu-Kaffistofunnar, að því er fram kemur á vef Vegagerðar Íslands. „Unnið verður við frágang við Litlu-Kaffistofuna og einnig verður akbrautin í austur breikkuð og lagfærð,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Fram kemur að verkinu eigi að ljúka í júlí næstkomandi, samkvæmt áætlun. „Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.“- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×