Innlent

Forsetinn sendi Hollande heillaóskir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent heillaóskir til Frakklands.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent heillaóskir til Frakklands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun François Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands, heillaóskir og kveðjur frá íslensku þjóðinni í tilefni af sögulegum sigri. Í kveðjunni áréttar forseti að samvinna Íslendinga og Frakka eigi sér djúpar sögulegar rætur; frönsk menning, listir og vísindi hafi haft ríkuleg áhrif á íslenskan samtíma.

Á vettvangi Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafi löndin lengi átt farsælt samstarf og fjölmörg brýn verkefni blasi við, svo sem á sviði loftslagsbreytinga og umbyltinga í þágu hreinnar orku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×