Óvíst að saksókn efnahagsbrota eftir hrunið skili miklu 8. maí 2012 05:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, og aðrir gestir hlýða á opnunarræðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi. Fréttablaðið/ÓKÁ Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir bankahrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir bankahrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þetta segir Paul Larsson, prófessor við Politihøgskolen í Ósló, en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag. Larsson segir það hafa komið í ljós, að vegna þess hversu flókin efnahagsbrot eru og sönnunarfærsla þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu eftir þrengingarnar sem bankar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku gengu í gegn um á árunum í kring um 1990. „Ég hef sjálfur skoðað skjöl frá skattinum í Noregi á þessum tíma. Þar var á einu skjali skrifað á spássíuna: Við vitum að þetta eru glæpamenn, en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi?“ segir Larsson. Íslendingar verði að verða viðbúnir því að dómar sem hér falla snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot, fremur en að stórþjófnaði. Larsson segir að í viðræðum hans við sérfræðinga í fjármálageiranum í Noregi hafi komið fram mat þeirra að Noregur hefði getað verið í sporum Íslands árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir bankakreppuna "89 og "90. Umbætur í regluverki og eftirliti og auknar kröfur sem gerðar hafi verið til fjármálafyrirtækja eftir þær þrengingar hafi hins vegar forðað Norðmönnum frá því. Í erindi sínu á ráðstefnunni í gær fjallaði Larsson um hversu fjölþætt eftirlit er með efnahagsbrotum og afbrotum fyrirtækja, en það sé ekki eingöngu á hendi lögreglu, heldur margvíslegra stofnana og jafnvel einkafyrirtækja. Þróunin síðustu ár hafi því verið í þá átt að vægi stjórnsýsluaðgerða hafi aukist. „Það er enda mun auðveldara og fljótlegra að beita viðurlögum á þeim vettvangi, svo sem sektum eða leyfissviptingum, en að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og fyrir dómstóla,“ segir Larsson. „Aðrar leiðir eru því skilvirkari en dómstólaleiðin.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans, segir ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins óvenju veglega að þessu sinni þar sem um afmælisráðstefnu sé að ræða. „Og gaman að það hitti á formennskutíð Íslands í ráðinu,“ segir hann. Um það bil 15 koma til ráðstefnunnar frá hverju aðildarlanda ráðsins, eða milli 70 og 80 manns í allt, að mati Helga. olikr@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir bankahrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir bankahrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þetta segir Paul Larsson, prófessor við Politihøgskolen í Ósló, en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag. Larsson segir það hafa komið í ljós, að vegna þess hversu flókin efnahagsbrot eru og sönnunarfærsla þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu eftir þrengingarnar sem bankar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku gengu í gegn um á árunum í kring um 1990. „Ég hef sjálfur skoðað skjöl frá skattinum í Noregi á þessum tíma. Þar var á einu skjali skrifað á spássíuna: Við vitum að þetta eru glæpamenn, en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi?“ segir Larsson. Íslendingar verði að verða viðbúnir því að dómar sem hér falla snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot, fremur en að stórþjófnaði. Larsson segir að í viðræðum hans við sérfræðinga í fjármálageiranum í Noregi hafi komið fram mat þeirra að Noregur hefði getað verið í sporum Íslands árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir bankakreppuna "89 og "90. Umbætur í regluverki og eftirliti og auknar kröfur sem gerðar hafi verið til fjármálafyrirtækja eftir þær þrengingar hafi hins vegar forðað Norðmönnum frá því. Í erindi sínu á ráðstefnunni í gær fjallaði Larsson um hversu fjölþætt eftirlit er með efnahagsbrotum og afbrotum fyrirtækja, en það sé ekki eingöngu á hendi lögreglu, heldur margvíslegra stofnana og jafnvel einkafyrirtækja. Þróunin síðustu ár hafi því verið í þá átt að vægi stjórnsýsluaðgerða hafi aukist. „Það er enda mun auðveldara og fljótlegra að beita viðurlögum á þeim vettvangi, svo sem sektum eða leyfissviptingum, en að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og fyrir dómstóla,“ segir Larsson. „Aðrar leiðir eru því skilvirkari en dómstólaleiðin.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans, segir ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins óvenju veglega að þessu sinni þar sem um afmælisráðstefnu sé að ræða. „Og gaman að það hitti á formennskutíð Íslands í ráðinu,“ segir hann. Um það bil 15 koma til ráðstefnunnar frá hverju aðildarlanda ráðsins, eða milli 70 og 80 manns í allt, að mati Helga. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira