Innlent

Íslenskir lífeyrissjóðir sakaðir um rányrkju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstæður heimamanna eru afar frumlegar miðað við fullkomið skip Íslendinganna.
Aðstæður heimamanna eru afar frumlegar miðað við fullkomið skip Íslendinganna. mynd/ afp.
Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eiga verksmiðjutogarann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vesturströnd Afríku frá árinu 2007. Í frétt um málið í DV í dag kemur fram að lífeyrissjóðirnir sem um ræði séu Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi, Stafir og Sameinaði líeyirssjóðurinn.

Blue Wave er 126 metra langur togari, 8000 þúsund tonn að þyngd og tekur um 2300 tonn af frystum fiski. DV vekur athygli á því að aðstæður veiðimanna á svæðinu séu mjög ójafnar því heimamenn í Máritaníu veiði á opnum trébátum en Íslendingarnir sendi 100 manna fullkominn togara til veiðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×