Lyf ræktað í gulrótum er komið í sölu 8. maí 2012 04:00 Nýja lyfið við Gauchers-sjúkdómnum er framleitt í gulrótum og hefur í tilraunum reynst jafn vel og eldri lyf. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi. Lyfið sem um ræðir heitir Elelyso og er framleitt af lyfjarisanum Pfizer, undir leyfi frá ísraelska líftæknifyrirtækinu Protalix Biotherapeutics, sem tókst að framleiða ensím í frumum gulróta. Fyrirtækið er fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum. Fyrir heilbrigðisvísindin er um mikil tíðindi að ræða. Með því að nýta erfðatækni í plöntum tókst Ísraelunum að leysa tæknilegt vandamál sem fylgir framleiðslu á þessu lyfi og geta nú boðið lyf við hinum alvarlega Gaucher-sjúkdómi á mun hagstæðara verði en áður var hægt. Lyfið Elelyso er þó aðeins byrjunin á framleiðslu öflugra líftæknilyfja með nýtingu þessarar tækni því mörg önnur lyf eru í þróun sem byggja á nýtingu erfðabreyttra plantna. ORF Líftækni, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, var fyrsta fyrirtækið í heiminum til að koma vöru á almennan neytendamarkað sem byggir á þessari tækni, en nokkuð er um liðið síðan EGF-húðdroparnir voru markaðssettir, en þeir eru framleiddir hjá dótturfyrirtæki ORF, Sif Cosmetics. Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ORF, segir að til lengri tíma litið horfi fyrirtækið til þeirra möguleika sem felast í því að nota erfðabreyttar plöntur í lyfjaþróun. „Ástæðan er að tæknin býður upp á hreinni og ódýrari afurðir en núverandi kerfi sem byggja flest á framleiðslu í erfðabreyttum bakteríum eða í spendýrafrumum. Þróun nýrra lyfja er hins vegar ákaflega tímafrekt og áhættusamt ferli sem við hyggjumst ekki fara út í upp á eigin spýtur.“ ORF Líftækni mun á næstu árum beina kröftunum að framleiðslu frumuvaka fyrir snyrtivörur og fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, svo sem stofnfrumurannsóknir, en um ört stækkandi markað er að ræða í báðum tilvikum.svavar@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi. Lyfið sem um ræðir heitir Elelyso og er framleitt af lyfjarisanum Pfizer, undir leyfi frá ísraelska líftæknifyrirtækinu Protalix Biotherapeutics, sem tókst að framleiða ensím í frumum gulróta. Fyrirtækið er fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem framleitt er í erfðabreyttum plöntum. Fyrir heilbrigðisvísindin er um mikil tíðindi að ræða. Með því að nýta erfðatækni í plöntum tókst Ísraelunum að leysa tæknilegt vandamál sem fylgir framleiðslu á þessu lyfi og geta nú boðið lyf við hinum alvarlega Gaucher-sjúkdómi á mun hagstæðara verði en áður var hægt. Lyfið Elelyso er þó aðeins byrjunin á framleiðslu öflugra líftæknilyfja með nýtingu þessarar tækni því mörg önnur lyf eru í þróun sem byggja á nýtingu erfðabreyttra plantna. ORF Líftækni, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, var fyrsta fyrirtækið í heiminum til að koma vöru á almennan neytendamarkað sem byggir á þessari tækni, en nokkuð er um liðið síðan EGF-húðdroparnir voru markaðssettir, en þeir eru framleiddir hjá dótturfyrirtæki ORF, Sif Cosmetics. Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ORF, segir að til lengri tíma litið horfi fyrirtækið til þeirra möguleika sem felast í því að nota erfðabreyttar plöntur í lyfjaþróun. „Ástæðan er að tæknin býður upp á hreinni og ódýrari afurðir en núverandi kerfi sem byggja flest á framleiðslu í erfðabreyttum bakteríum eða í spendýrafrumum. Þróun nýrra lyfja er hins vegar ákaflega tímafrekt og áhættusamt ferli sem við hyggjumst ekki fara út í upp á eigin spýtur.“ ORF Líftækni mun á næstu árum beina kröftunum að framleiðslu frumuvaka fyrir snyrtivörur og fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, svo sem stofnfrumurannsóknir, en um ört stækkandi markað er að ræða í báðum tilvikum.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira