Erlent

Vaktirnar auka líkur á offitu og sykursýki

Starfsmenn á heilbrigðisstofnunum eru meðal þeirra fjölmörgu starfsstétta sem þurfa oft að vinna vaktavinnu.
Starfsmenn á heilbrigðisstofnunum eru meðal þeirra fjölmörgu starfsstétta sem þurfa oft að vinna vaktavinnu. Nordicphotos/AFP
Vaktavinna hefur umtalsverð áhrif á líkamann, og getur meðal annars aukið líkur á offitu og sykursýki, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í bandarísku vísindariti.

Fólk sem vinnur vaktavinnu og sefur á ólíkum tímum sólarhringsins hvílist almennt verr.

Það hefur þau áhrif að líkaminn á erfiðara með að stjórna blóðsykrinum í líkamanum.

Rannsóknin leiddi í ljós að fólk sem byrjaði í vaktavinnu fitnaði frekar en aðrir, og framleiddi minna insúlín. Afleiðingarnar voru í sumum tilvikum þær að fólkið þróaði með sér einkenni sykursýki. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×