Erlent

Cameron heimsækir Búrma

Cameron hitti meðal annars Aung San Suu Kyi.
Cameron hitti meðal annars Aung San Suu Kyi. Mynd/AP
David Cameron forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Búrma en þangað hefur breskur forsætisráðherra ekki komið í sextíu ár. Hann hitti forseta landsins í dag og að því loknu fundaði hann með baráttukonunni Aung San Suu Kyi í höfuðborginni Rangoon.

Búrma hefur síðustu áratugi verið eitt einangraðasta ríki heims en á síðustu misserum hefur herforingjastjórnin slakað á klónni og árið 2010 voru fyrstu kosningarnar í tuttugu ár haldnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×