Erlent

Cameron vill aflétta refsiaðgerðum gegn Búrma

Cameron fundaði með Aung San Suu Kyi í dag en hún er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma.
Cameron fundaði með Aung San Suu Kyi í dag en hún er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma. mynd/AP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur til þess að refsiaðgerðum gegn Búrma verði aflétt. Cameron er nú í opinberri heimsókn í landinu.

Hann fundaði með forseta landsins í borginni Rangoon í dag sem og baráttukonunni Aung San Suu Kyi.

Búrma hefur lengi verið eitt einangraðasta ríki veraldar en herforingjastjórn landsins hefur á síðustu mánuðum stuðlað að lýðræðisumbótum í landinu.

Cameron hrósaði yfirvöld í Búrma í hástert fyrir umbæturnar og hvatti til þess að refsiaðgerðum gegn landinu yrði aflétt.

Evrópusambandið hefur nú þegar ákveðið að slaka á refsiaðgerðum gegn Búrma en það var gert í kjölfar þingkosninga í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×