Innlent

Íbúar telja innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi

Tæp 44 prósent sögðu innbrot mesta vandamálið í sínu hverfi samkvæmt niðurstöður könnunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um viðhorf almennings til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Þau 44 prósent sem sögðu innbrot mesta vandamálið eru umtalsvert færri en í síðustu könnun.

Tæplega 20 prósent nefndu umferðarlagabrot og fjölgar þeim frá 2010. Tæp 14 prósent nefndu eignaspjöll og fleiri nefndu fíkniefnaneyslu sem mesta vandamálið í sínu hverfi samanborið við árið 2010.

Þá sagðist mikill meirihluti þátttakenda, eða yfir 88 prósent, mjög eða frekar öruggur einn á gangi að næturlagi í sínu hverfi. Ívið færri töldu sig þó örugga nú samanborið við síðustu könnun lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×