Erlent

Norður-Kórea undirbýr kjarnorkusprengingu

mynd/AP
Umdeilt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna fór út um þúfur í nótt en nú berast fregnir af því að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar í vor.

Gervitunglamyndir sem stjórnvöld í Suður-Kóreu opinberuðu í síðustu viku gefa til kynna að herafli Norður-Kóreu sé nú að grafa göng í norðurhluta landsins og er talið að tilraunin fari þar fram.

Þetta verður í þriðja sinn sem Norður-Kóreumenn reyna að sprengja kjarnorkusprengju - fyrri tilraunir áttu sér stað árið 2006 og 2009.

Talið er að niðurlæging yfirvalda í Norður-Kóreu vegna eldflaugaskotsins í nótt verði til þess að meiri áhersla verði lögð á tilraunir með kjarnorkuvopn.

Enginn vafi leikur á því að Norður-Kóreumenn hafi burðina til að framkvæma slíka tilraun. Það er hins vegar óvíst hvort að kjarnorkusprengjan verði með plútóni líkt og áður eða með úrani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×