Erlent

Þörungar lykill að framtíðinni

Kóralrif eru víða talin í mikilli hættu vegna hækkandi hitastigs sjávar.
Kóralrif eru víða talin í mikilli hættu vegna hækkandi hitastigs sjávar. Nordicphotos/AFP
Margar tegundir kóralrifja ættu að geta aðlagast hlýrri sjó og þar með þrifist áfram hvað sem gróðurhúsaáhrifum líður, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Kórallarnir reiða sig á þörunga sem búa í þeim og sjá þeim fyrir orku. Hingað til hafa vísindamenn talið að flestar tegundir kóralla gæti aðeins nýtt sér eina tegund af þörungum. Með rannsóknum á 39 tegundum kóralla hefur sú kenning verið hrakin.

Það þýðir að kórallarnir gætu orðið heimili hitaþolnari þörunga með hækkandi hitastigi jarðarinnar, og þar með lifað af breytingar á umhverfi sínu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×