Fleiri fréttir

Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum

Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.

ESB stefndi sér í mál gegn Íslandi til að viðhalda trausti á regluverki

Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB.

Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla

Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár.

Kristín ætlar ekki í forsetaframboð

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar.

Husky-hundurinn hefur verið aflífaður

Husky hundurinn sem drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um ári síðan hefur verið aflífaður. Þetta segir Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún segir eigendur hundsins hafa tekið ákvörðun um að aflífa hann.

Leita að Sigurði Brynjari

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar er fæddur árið 1996 og er búsettur í Grindavík. Sigurður Brynjar sást síðast í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurður Brynjar er þrekvaxinn og um 180 sm að hæð, ekki er vitað um klæðaburð. Þeir sem geta upplýst um hvar Sigurð Brynjar er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Mannréttindi brotin í Malí

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að mannréttindabrot hafi verið framin í Malí.

Telur ákvörðun ESA endurspegla veikleika í málflutningi stofnunarinnar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að sú ákvörðun ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, að fá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til liðs við sig í Icesave-málinu gegn Íslandi sýni að ESA telji sig ekki hafa jafn sterkan málstað og áður. Hann telur að framkvæmdastjórnin sé ekki að ögra Íslendingum með þessari ákvörðun.

Ákvörðun um lögbann frestað

Sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað að fresta ákvörðun um lögbannskröfu Hagsmunasamtaka heimilanna og Talsmanns neytenda við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána heimilanna og innheimti þá. Hagsmunasamtökin segja lögbannsbeiðnina réttmæta þar sem mikil óvissa sé um endurútreikninga á fyrrverandi gengislánum og ætla megi að fjöldi skuldara hafi ofgreitt af lánum sínum.

Brothætt ástand í Sýrlandi

Vopnahléið sem Kofi Annan, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins, lagði til í Sýrlandi hófst í nótt.

Ársfundur Landsvirkjunar í beinni

Eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur aukist verulega. Landsvirkjun hefur gert umfangsmikla greiningu á þeim tækifærum sem þessar breytingar skapa fyrir fyrirtækið og eigendur þess.

Martha Stewart hælir íslenska hestinum

Athafnakonan og sjónvarpsdrottningin Martha Stewart varð þeirrar ánægju aðnjótandi á dögunum að sitja íslenskan hest. Á bloggsíðu sinni segir hún frá því að hún sé þessa dagana að búa til sjónvarpsþátt um Ísland og hluti af Íslandi sé hinn einstaki íslenski hestur. Við fyrstu sín líti þessi litli hestur út eins og lítill krútthestur. En hann sé líka sterkur, hugaður og mjög hraður.

39 óku of hratt á Bæjarbraut í dag

Lögreglan myndaði umferðalagabrot 39 ökumanna á Bæjarbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, að Karlabraut. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 107 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur ökumanna, eða 36%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Köfunarslys í Silfru

Tilkynning barst um köfunarslys í Silfru á Þingvöllum um klukkan tuttugu mínútur í eitt. Erlend kona um fimmtugt slasaðist við köfun. Hún andaði eftir slysið en var með skerta meðvitund. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og verður hlúð að henni á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Silfra er einn vinsælasti köfunarstaður á Íslandi. Þar hafa orðið mjög alvarleg slys.

Ráðherra hafði afskipti af Arion banka vegna svínabús

Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafði ítrekað samband við Arion banka þegar unnið var að sölu á tveimur svínabúum á Kjalarnesi og reyndi með beinum hætti að koma í veg fyrir að bankinn seldi búin tvö til fyrirtækisins Stjörnugríss.

Lögbannskrafa tekin fyrir í dag

Lögbannsbeiðni á innheimtu fyrrverandi gengislána heimilanna verður tekin fyrir hjá Sýslumanni Reykjavíkur í dag. Hagsmunasamtök heimilanna og Talsmaður neytenda lögðu í lok síðasta mánaðar fram kröfu um að lögbann verði lagt við því að Landsbankinn sendi út greiðsluseðla vegna fyrrverandi gengislána og innheimti þá. Hagsmunasamtökin segja lögbannsbeiðnina réttmæta þar sem mikil óvissa sé um endurútreikninga á fyrrverandi gengislánum og ætla megi að fjöldi skuldara hafi ofgreitt af lánum sínum.

Þorskárgangurinn sá stærsti frá 1985

Þorskárgangurinn frá því í fyrra er sá stærsti sem mælst hefur frá því árið 1985, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Svonefnd stofnvísitala þorsksins hækkaði líka, fimmta árið í röð og hefur ekki verið hærri í 25 ár.

Ólafur Harðarson í framkvæmdastjórn Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga

Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs, hefur verið kjörinn í framkvæmdastjórn (executive committe) Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga, European Consortium for Political Research (ECPR) til næstu sex ára. Ólafur varð þriðji í röð 14 frambjóðenda, en að þessu sinni voru átta kosnir í framkvæmdastjórnina.

Mikil sprenging við Stapafell - myndir

Landhelgisgæslunni barst snemma í morgun tilkynning frá togveiðiskipinu Sóleyju Sigurjóns sem fengið hafði dufl í veiðarfærin um 20 sjómílur vestur af Reykjanestá. Ákveðið var að senda sprengjusérfræðinga um borð með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar komið var að skipinu reyndist ekki mögulegt að síga um borð vegna mikillar ölduhæðar.

Fagna nefnd sem mótar stefnu um lagningu raflína í jörð

Bæjarráð Sandgerðisbæjar fagnar því að skipuð hafi verið nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni um ákvarðanir þar um. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Sandgerðisbæjar vegna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð.

Stjórnvöld munu ekki koma í veg fyrir mótmæli

Stjórnvöld munu ekki gera neinar tilraunir til þess að koma í veg fyrir mótmæli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kemur til landsins. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Facebooksíðu sinni.

Greinagerðum skilað í lífeyrissjóðsmálinu

Lögmenn skiluðu greinagerðum í fyrirtöku í máli ríkissaksóknara gegn fimm stjórnarmönnum í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og þáverandi stjórnarformanni sjóðsins, sem var Gunnar I. Birgisson, þá bæjarstjóri, nú bæjarfulltrúi í Kópavogi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Segir málaferlin og aðildarumsóknina vera aðskilin mál

Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu.

Pottur gleymdist á eldavél

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Mörkinni 8 nú rétt eftir klukkan níu í morgun. Þar hafði pottur gleymst á eldavél. Slökkviliðið var sent á staðinn en um minni eld var að ræða en óttast var í fyrstu.

Adele er ríkasti ungi tónlistarmaður Bretlands

Söngspíran Adele sem slegið hefur rækilega í gegn síðustu misserin hefur uppskorið samkvæmt því en hún er talin ríkasti tónlistarmaður Breta af yngri kynslóðinni, eða undir þrítugu, samkvæmt lista yfir ríkustu Bretana sem Sunday Times birtir árlega.

Ekkert bendir til bilunar þegar Hercules vélin fórst

Ekkert bendir til þess að um bilun hafi verið að ræða í norsku Hercules herflutningavélinni sem fórst þann fimmtánda mars síðastliðinn með þeim afleiðingum að fimm norskir hermenn létu lífið.

Kim Jong-un fær æ fleiri titla

Hinn ungi leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-un hefur fengið nokkrar nýjar fjaðrir í hatt sinn. Hann hefur verið útnefndur formaður miðstjórnar hersins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins.

Zimmerman ákærður fyrir morð

George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana.

Akureyrarlögreglan ræður ekki við álagið

Fjögur vopnuð rán hafa verið framin á Akureyri á þessu ári. Fíkniefnaneysla hefur aukist mikið. Lögreglan á erfitt með að mæta álaginu sökum manneklu. Bæjarstjóri vill kalla eftir samanburðartölum um þróun glæpa á landinu öllu.

Níu bjargað úr námu

Níu mönnum var bjargað úr námu í Perú í gær, eftir að hafa verið fastir þar í tæpa viku. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu. Einn þeirra átti erfitt með gang og var með súrefnisgrímu þegar hann kom upp úr námunni.

Tillagan samþykkt samhljóða

Tillaga um að farið verði strax í nauðsynlegar aðgerðir til að takmarka hraðakstur í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni var samþykkt samhljóða í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar á þriðjudag. Tillagan var flutt af Gísla Marteini Baldurssyni og Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Ríkissaksóknari rannsakar leka

Ríkissaksóknari rannsakar nú hvort yfirvöld hafi lekið málsgögnum úr hrottalegu líkamsárásarmáli til fjölmiðla. Ástæðan er umfjöllun DV um mál sem kennt hefur verið við Hells Angels í fjölmiðlum.

Langafastrákur með veiðidellu

Ómar Smári Óttarsson er 14 ára Hafnfirðingur með veiðidellu á háu stigi, sem er gott. Hann byrjaði að veiða þegar hann var fjögurra eða fimm ára og hefur hnýtt flugur í þrjú ár. Hann veiðir víða en líklega mest í Vífilsstaðavatni. Trausti Hafliðason ræddi við Ómar Smára um fiska, flugur og ótrúlegar veiðisögur.

Hávær krafa um notkun jarðstrengja í stað loftlína

Jarðstrengir fyrir háa spennu eru margfalt dýrari en loftlínur. Leggja á fyrir Alþingi næsta haust tillögu að stefnumörkun um jarðstrengi í raforkukerfinu. Nýjar raflínulagnir næstu ár tengjast iðnaði, ekki heimilum.

Ölvaður ók á steinstólpa

Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Langholtsvegi í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á steinstólpa og sat þar fastur.

Krefjast fundar í utanríkisnefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður sama flokks óskuðu í gærkvöldi eftir fundi í utanríkisnefnd Alþingis hið fyrsta.

Sjá næstu 50 fréttir