Innlent

Stjórnvöld ekki á móti meðalgöngu ESB

Íslensk stjórnvöld hafa falið EFTA-dómstólnum að ákveða hvort að meðalganga framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í Icesave-málinu verður leyfð.

Álitsumleitan forseta EFTA-dómstólsins á beiðni framkvæmdar Evrópusambandsins um leyfi til meðalgöngu Icesave-málinu var svarað dag.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að svarið sé byggt á ráðgjöf aðalmálflytjandans í málinu, Tim Ward, og málflutningahóps sem skipaður var honum til ráðgjafar.

Ward og samstarfsmenn hans hafa fjallað ítarlega um málið. Þegar til þess var litið að málflutningi framkvæmdarstjórnarinnar yrði ekki á annan hátt svarað skriflega var það álit þeirra að það þjóni hagsmunum Íslands best að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu.

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur alltaf stutt Eftirlitsstofnun EFTA í málum sem hún hefur stefnt fyrir EFTA-dómstólinn með því að leggja fram skriflega greinagerð. Á hinn bóginn hefur framkvæmdarstjórnin aldrei áður nýtt sér heimild til að styðja stofnunina fyrir meðalgöngu.

Hægt er að lesa svarið í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×