Innlent

Málafjöldi aukist um 466 prósent

Ástæða aukins málafjölda er talin vera að samtökin hafi orðið sýnilegri síðustu ár og traust aukist á þeim.
Ástæða aukins málafjölda er talin vera að samtökin hafi orðið sýnilegri síðustu ár og traust aukist á þeim.
Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi halda upp á áratugar afmæli sitt í dag.

Starfsemin hefur vaxið á síðustu árum. Til að mynda má nefna að í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt verður í dag, kemur fram að málafjöldi hefur aukist um 466 prósent frá því árið 2007.

Anna María Hjálmarsdóttir, annar tveggja formanna samtakanna, segir ástæðuna líklega þá að samtökin hafi orði sýnilegri og traust aukist á þeim. Þá getur hún þess að þótt samtökin berjist helst gegn kynferðis- og heimilisofbeldi láti þau sig hvers kyns ofbeldi varða, svo sem einelti.

Málþingið verður haldið í Hafnarvitanum sem er staðsettur við Eimskip og hefst klukkan 16. Þeir sem þar koma fram eru meðal annars Sigrún Sigurðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Drekaslóð, Thelma Ásdísardóttir frá Drekaslóð, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram, Anna María Hjálmarsdóttir frá Aflinu, og Jóhanna G Birnudóttir frá Aflinu. Fundarstjóri verður Ívar Helgason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×