Erlent

Enn barist í Sýrlandi

Mynd/AP
Átök brutust út í morgun á milli sýrlenskra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna nálægt landamærum Tyrklands. Vopnahlé var lýst yfir í landinu í gær en margir efast um heilindi stjórnvalda og hersveitir þeirra hafa enn ekki hörfað frá mörgum borgum og bæjum.

Andspyrnumenn í landinu hafa boðað til friðsamra mótmæla um allt land í dag og er óttast að upp úr kunni að sjóða. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna áformar að senda nokkra tugi óvopnaðra eftirlitsmanna til landsins til þess að framfylgja vopnahléinu og er búist við að ályktun þess efnis verði samþykkt síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×