Erlent

Mel Gibson aftur sakaður um gyðingahatur

Mel Gibson.
Mel Gibson.
Stórstjarnan Mel Gibson er kominn enn og aftur í vandræði og hefur hann enn á ný verið sakaður um gyðingahatur. Bandarískt kvikmyndatímarit hefur birt bréf sem handritshöfundurinn Joe Eztherhas sendi Gibson þar sem hann sakar hann um að hafa hætt við að framleiða mynd um hetjuna Judah Maccabee, vegna þess að hann hati gyðinga.

Gibson hefur svarað bréfinu og segir Ezterhas fara með tóma þvælu, handritið hafi einfaldlega ekki verið nógu gott. Vinsældir Gibsons hafa snarminnkað frá því hann var handtekinn ölvaður undir stýri, en þá hreytti hann andgyðinglegum kommentum í lögreglumanninn sem handtókn hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×