Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Danmörku

Fjórir menn sem sakaðir eru um að leggja á ráðin um að ráðast á skrifstofur Jótlandspóstsins eru fyrir rétti í Danmörku í dag. Mennirnir sem allir voru búsettir í Svíþjóð vildu hefna fyrir birtingu blaðsins á 12 skopteikningum sem áttu að sýna spámanninn Múhameð árið 2005.

Teikningarnar vöktu gríðarlega hörð viðbrögð og þurfti einn teiknarinn, Kurt Westergaard að fara huldu höfði. Fjórmenningarnir eru sagðir hafa áformað að ráðast á ritstjórnarskrifstofurnar vel vopnum búnir og drepa sem flesta áður en yfir lyki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×