Innlent

Fótboltamaður kærður fyrir nauðgun

Ung kona hefur kært íþróttamann fyrir nauðgun inni á salerni á veitingastaðnum Vegamótum í Reykjavík í síðasta mánuði að því er DV greinir frá.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við DV að lögð hafi verið fram kæra sem varðar nauðgun á Vegamótum og segir málið vera í rannsókn.

Íþróttamaðurinn sem um ræðir spilaði með fyrstu deildar liði í fótbolta þar til fyrir skömmu.

Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu ellefu einstaklingar til Stígamóta árið 2010 vegna nauðgana inni á eða við skemmtistaði. Hægt er að nálgast frétt DV hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×