Erlent

Smábær í Bandaríkjunum seldur - eini íbúinn sáttur

Don Sammon, hrókur alls fagnaðar og ekki vitund einmana.
Don Sammon, hrókur alls fagnaðar og ekki vitund einmana. mynd/AP
Bærinn Buford í Wyoming í Bandaríkjunum var seldur á uppboði í síðustu viku. Eigandi landsvæðisins - og eini íbúi bæjarins - var afar ánægður með útkomuna.

Buford er staðsettur í Albany-sýslu í Wyoming. Bærinn er í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli og er tæpir 500 hektarar að stærð.

Uppboðið fór fram á veraldarvefnum og vakti það gríðarlega athygli. Samkvæmt uppboðshúsinu Williams & Williams bárust tilboð frá vongóðum kaupendum í 46 löndum.

Buford var síðan sleginn á 900.000 dollara eða um 115 milljónir íslenskra króna. Kaupandinn var frá Víetnam og hefur hann farið fram á að nafni hans verði haldið leyndu.

„Að eiga land í Bandaríkjunum hefur ávallt verið draumur minn," sagði kaupandinn í samtali við fréttaveituna Reuters.

Það hefur sjaldan verið jafn mikið líf í Buford og þegar bærinn var seldur.mynd/AP
Don Sammon flutti í Buford ásamt eiginkonu sinni árið 198. Frá því að kona hans lést árið 1992 hefur hann verið eini íbúi Bufords og alvaldur.

Sammon er sagður vera afar sáttur með uppboðið en hann sagði Reuters að hann eigi sannarlega eftir að sakna litla bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×