Erlent

Neita að hafa skipulagt árás á Jyllands-Posten

Mennirnir komu fyrir dómara í Kaupmannahöfn í dag.
Mennirnir komu fyrir dómara í Kaupmannahöfn í dag. mynd/AP
Fjórir menn sem grunaðir eru um að skipulagt árás á skrifstofur danska fréttablaðsins Jyllands-Posten árið 2010 voru dregnir fyrir dómstóla í Kaupmannahöfn í dag.

Talið er að mennirnir hafi viljað hefna fyrir myndbirtingu fréttablaðsins á Múhameð spámanni árið 2005.

Ekkert varð af árásinni en mennirnir voru handteknir í Kaupmannahöfn skömmu áður en þeir létu til skara skríða.

Saksóknari í málinu sagði í dag að mennirnir hafi viljað fella sem flesta í árásinni.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk og að hafa ólögleg vopn undir höndum.

Þeir eiga yfir höfði sér 14 til 16 ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.

Skopmynd Jyllands-Posten af Múhameð vakti hörð viðbrögð víða um heim. Þá var danski fáninn víða brenndur og árásir gerðar á sendiráð landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×