Erlent

Blindur rithöfundur ritaði óvart með bleklausum penna

Hin 59 ára gamla Trish Vicker var eyðilögð þegar hún komst að því að fyrstu 26 blaðsíður nýjustu skáldsögu sinnar væru auðar.
Hin 59 ára gamla Trish Vicker var eyðilögð þegar hún komst að því að fyrstu 26 blaðsíður nýjustu skáldsögu sinnar væru auðar.
Tæknideild lögreglunnar í Charmouth í Bretlandi kom blindum rithöfundi til bjargar eftir að hún hafði skrifað vikum saman með bleklausum penna.

Hin 59 ára gamla Trish Vicker var eyðilögð þegar hún komst að því að fyrstu 26 blaðsíður nýjustu skáldsögu sinnar væru auðar.

Trish tapaði sjón sinni fyrir rúmum 7 árum. Fyrir nokkru ákvað hún að taka penna í hönd og skrifa um veikindi sín.

Þegar sonur hennar heimsótti hana fyrir nokkrum vikum vildi Trish fá hann til að lesa nokkra kafla úr sögunni.

Trish var niðurbrotin þegar sonur hennar tjáði henni að penninn hefði að öllum líkindum verið tómur.

En mæðginin dóu ekki ráðlaus. Þau höfðu samband við tæknideild lögreglunnar í þeirri von um að hægt væri að endurheimta týndu orðin.

Tæknimönnunum leist afar vel á verkefnið og fóru þeir yfir blaðsíðurnar í frítíma sínum. Eftir nokkurra vikna vinnu hafði þeim tekist að endurskapa blaðsíðurnar.

Trish undirbýr nú útgáfu ritverksins og hefur það hlotið titilinn „Grannifer's Legacy."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×