Fleiri fréttir Styrktarsamningur við Kvikmyndaskóla Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert styrktarsamning við Kvikmyndaskóla Íslands. Forsvarsmenn skólans hafa tilkynnt ráðuneytinu að þegar í stað verði hafist handa við að undirbúa skólahald þannig að það megi hefjast sem fyrst og að nemendum og starfsmönnum skólans verði kynnt hvernig að því verður staðið. Samningur ráðuneytisins við skólann gildir til 31. júlí 2012 með möguleika á framlengingu til 31. desember 2012. 3.10.2011 18:46 Árni Þór hefði getað hálsbrotnað og lamast Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, hefði getað beðið mikinn skaða við þingsetninguna á laugardag og jafnvel hálsbrotnað og lamast, segir læknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans. 3.10.2011 18:36 Óeirðagrindurnar og tunnurnar komnar á Austurvöll Lögreglumenn hafa nú sett óeirðargrindur fyrir framan Alþingishúsið. Búið er að boða til "tunnumótmæla“ á Austurvelli í kvöld þegar að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína rétt fyrir klukkan átta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður einhver viðbúnaður á svæðinu en hversu mikið vissi varðstjóri ekki. Eins og áður segir, hefst þingfundur á Alþingi klukkan 19:50 í kvöld og verður hægt að fylgjast með ræðunni og umræðum í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig fjallað um ræðuna og ræður einstakra þingmanna - allt hér á Vísi. 3.10.2011 18:16 17 ára á 140 kílómetra hraða Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gærkvöld. Bíll hans mældist á 140 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Pilturinn, sem fékk ökuskírteini í hendur nýverið, á greinilega margt ólært en hann fær nú tækifæri til að hugsa ráð sitt. Fyrir brotið verður hann bæði sviptur ökuleyfi og gert að greiða verulega fjársekt. 3.10.2011 17:48 Bein útsending á Vísi frá Alþingi í kvöld Bein útsending verður á Vísi.is frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefst klukkan 19:50 en útsending Vísis hefst klukkan 19:15. Hægt verður að nálgast útsendinguna á forsíðu Vísis. 3.10.2011 17:30 Geir um úrskurðinn: Þetta er áfangasigur Geir H. Haarde segir frávísun Landsdóms á tveimur fyrstu ákæruliðunum áfangasigur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrverandi forsætisráðherranum. 3.10.2011 16:40 Framsóknarmenn vilja leyfa kökubasar Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um matvæli. Með frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að veita leyfi til sölu á matvælum sem ekki eru bökuð í sérstökum eftirlitsskyldum eldhúsum. 3.10.2011 16:26 Festu sig í ám á Suðurlandi Lögreglunni á Hvolsvelli bárust tvær beiðnir í síðustu viku vegna rigningar. Þannig festu tveir ökumenn bifreiðar sínar vegna vatnavaxta í ám á Suðurlandi. 3.10.2011 16:17 Tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá Landsdómi Tveimur ákæruliðum gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var vísað frá af Landsdómi í dag. 3.10.2011 16:06 Haukur Holm ritstjóri Reykjavíkur Haukur Holm hefur verið ráðinn ritstjóri Vikublaðsins Reykjavík. Hann tók við starfinu 1. október sl., og kemur fyrsta blaðið undir ritstjórn hans út þann 8. október næstkomandi. Haukur hefur starfað við fréttamennsku vel á þriðja áratug, lengst af hjá Stöð 2. 3.10.2011 15:11 Blóðugur niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarðar Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HV) nemi rúmum einum milljarði króna á næsta ári sem jafngildir um 31,7 milljóna króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2011 samkvæmt frétt sem birtist á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði í dag. 3.10.2011 15:04 Kafað ofan í Guðmundar- og Geirfinnsmálið Komin eru fram ný gögn í einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsi og fékk 13 ára fangelsisdóm. 3.10.2011 15:00 Bikiníbombur slógu heimsmet Fáklæddar konur slógu heimsmet á gullnu ströndinni í Ástralíu í gær. Þar komu 357 konur saman og gengu í skrúðgöngu íklæddar bikiníum. Konurnar gengu tæpa tvo kílómetra eftir ströndinni og komast þær fyrir vikið í heimsmetabók Guinness en aldrei áður hafa fleiri bikiníbombur komið saman í skrúðgöngu. Fyrra metið var sett á Cayman eyjum í júní á síðasta ári en þá voru þáttakendur 331. 3.10.2011 15:00 Mótmælin rannsökuð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mótmælin á laugardaginn en að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, þá liggur engin kæra fyrir í málinu. 3.10.2011 13:16 Félagsráðgjafar samþykktu nýjan kjarasamning Félagsráðgjafar við Reykjavíkurborg samþykktu nýjan kjarasamning með rúmlega 86 prósentum. Alls tóku 78 prósent félagsráðgjafa þátt í atkvæðagreiðslunni. 3.10.2011 13:03 Bein útsending frá stefnuræðum á Alþingi í kvöld Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað mánudaginn 3. október 2011, kl. 19.50. Þá verður einnig bein útsending frá umræðunum á Vísir.is. 3.10.2011 12:27 Hagsmunasamtökin harma eggjakastið Hagsmunasamtök heimilanna harma að þingmaður og myndatökumaður hafi orðið fyri hnjaski þegar eggjum var kastað að ráðamönnum við þingsetninguna á laugardaginn var. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau hafi í margar vikur talað fyrir friðsömum samstöðufundi. 3.10.2011 12:23 Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum. 3.10.2011 12:11 Atli neyddur í nefnd Atli Gíslason, þingmaður, hefur sagt sig úr umhverfis- og samgönguefnd Alþingis en hann var kjörinn í nefndina á laugardag þrátt fyrir að hafa andmælt því formlega. Atli telur að stjórnarflokkarnir séu að refsa honum fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir. 3.10.2011 12:09 Mikill vatnsskortur á Túvalú Ríkisstjórnin á smáeyjunni Túvalú í Kyrrahafi hefur sent út neyðarkall sökum skorts á ferskvatni á eyjunni. Túvalú er á meðal smæstu ríkja heims en þar búa aðeins ellefu þúsund manns. 3.10.2011 12:02 Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum. 3.10.2011 12:00 Perry segir koma til greina að senda herinn til Mexíkó Rick Perry ríkisstjóri í Texas sem er á meðal þeirra repúblikana sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins segir koma til greina að bandarískir hermenn verði sendir til Mexíkó til þess að berjast við glæpagengin sem þar ráða lögum og lofum. Þetta kom fram í ræðu sem Perry hélt í New Hampshire í gær. 3.10.2011 11:59 Rolla skotin með kraftmiklum riffli - lítilmannlegt segir lögreglan Rolla á Vestfjörðum hlaut skjót og heldur nöturleg örlög þegar hún var skotin til dauða með kraftmiklum riffli í síðustu viku. 3.10.2011 11:57 Neyddu sjósundkappa á spítala Aðfaranótt laugardagsins fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um mann í sjónum við Hólmavík. 3.10.2011 11:51 Lögðu hald á ólögleg lyf í alþjóðlegri aðgerð Tollgæslan lagði hald á tæplega átta þúsund ólöglegar töflur og fölsuð lyf sem selja átti á netinu í viðamikilli aðgerð sem teygði anga sína um allan heim. Aðgerðin var skipulögð af alþjóðlegum samtökum tollembætta og Interpol. Stóð hún yfir dagana 20. til 27. september og er sú viðamesta sem skipulögð hefur verið af þessu tagi. 3.10.2011 11:00 Réttað yfir grunuðum nauðgara Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á útikamri á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst síðastliðnum. 3.10.2011 10:51 Hugmyndasamkeppnin hófst í dag - hvað skal gera við dós? Hin árlega hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnir Marel hófst í þriðja sinn í dag þegar hlutur ársins „dós“ var afhjúpaður. Úr þessum einfalda hlut eiga framhaldsskólanemendur að gera sem mest virði úr t.d. félagslegt, fjárhagslegt, umhverfislegt o.s.frv. 3.10.2011 10:17 Ákveður í vikunni hvort Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok. Málin hafa aftur komist í hámæli eftir umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Íslands í dag í gær þar sem greint var frá dagbókarfærslum Tryggva Rúnars Leifssonar sem var einn sakborninga í málinu og hlaut að lokum 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Ögmundur var spurður út í málið í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og þar sagðist hann ætla að ákveða um framhaldið í þessari viku. 3.10.2011 09:33 Ísrael í hættu á að einangrast enn frekar Ísrael á það á hættu að einangrast enn frekar frá öðrum þjóðum í miðausturlöndum breyti þeir ekki stefnu sinni gagnvart nágrönnum sínum. Þetta segir Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en hann er nú á ferðalagi þar sem hann hittir leiðtoga Ísraels og Palestínu. 3.10.2011 09:00 Neyðarástand á Filippseyjum Flóðin á Filippseyjum eru nú í rénun en tveir fellibyljir hafa gengið yfir eyjarnar síðustu daga og hafa sextíu látið lífið í hamförunum. Mikið neyðarástand ríkir þó enn á stórum svæðum og er mikil þörf á mataraðstoð og ferskvatni. 3.10.2011 08:58 Dolfallnir yfir ræðu forsetans Ungir vinstri grænir eru dolfallnir á þeim misskilningi á eðli lýðræðis, sem birtist í ræðu forsetans við setningu Alþingis á laugardag. 3.10.2011 08:55 Herjólfur siglir á Þorlákshöfn alla þessa viku Það stefnir í stopular siglingar Herjólfs á milli Eyja og Landeyjahafnar í vetur og mun Herjólfur til dæmis sigla til Þorlákshafnar alla þessa viku. Í óveðrinu að undanförnu hefur sandur hlaðist upp utan við höfnina og er orðið of grunnt fyrir Herjólf. Breiðafjarðarferjan Baldur, sem hefur leyst Herjólf af að undanförnu á meðan Herjólfur var í slipp, kemst inn í Landeyjahöfn við mun erfiðari aðstæður en Herjólfur. 3.10.2011 08:54 Ammoníakleki á Sauðárkróki Ammoníak fór að leka úr frystikerfi í húsnæði loðdýrafóðurgerðar í útjaðri Sauðárkróks klukkan rúmlega fimm í morgun og var lögregla, slökkvilið og starfsmenn fóðurgerðarinnar kölluð á vettvang. 3.10.2011 07:07 Tekin tvisvar dópuð undir stýri með barnið í bílnum Þegar lögreglumenn stöðvuðu 32 ára konu á bíl í Skeifunni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, við hefðbundið eftirlit, kom í ljós að hún var undri áhrifum fíkniefna og var með sjö ára barn sitt í bílnum, auk þess sem hún var réttindalaus. 3.10.2011 07:02 Vilja ekki gera kjósendur sína reiða Stjórnmálamenn eru allt of tregir til að ganga gegn kjósendum sínum af ótta við að gera þá reiða. Ákveðinnar undanlátssemi gætir í samfélagsumræðunni og enginn vill stíga fram og segja að það sé of langt gengið þegar eggjum og öðrum hlutum er kastað í þingmenn á Austurvelli. Þetta er mat Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. 3.10.2011 06:30 70 hættu að styrkja í september Sjötíu styrktaraðilar ABC barnahjálpar á Íslandi hafa hætt að styrkja samtökin í þessu mánuði. Samtökin finna sterkt fyrir erfiðu efnahagsástandi. 3.10.2011 06:30 Minnihluti undrast starfslokin Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki lengur í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í síðustu viku að Haraldur Flosi hefði að eigin frumkvæði verið í hálfu starfi frá því í mars og hefði svo látið alfarið af störfum 1. júní. Hann hefði ekki talið þörf á kröftum sínum lengur. 3.10.2011 06:30 Erfitt að lækka verð lóða í Reykjavík „Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. 3.10.2011 06:30 Byggja um of á væntingum ríkisstjórnar Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, óttast að fjárlögin byggi á meiri væntingum en innstæða sé fyrir. Áherslur og útlegging ríkisstjórnarinnar á fjárlögunum séu í hróplegu ósamræmi við skilning launþega og fyrirtækja á stöðunni á vinnumarkaði í dag. „Ég hef áhyggjur af því hvernig þær forsendur eru lagðar fram sem fjárlögin byggja á. Annars vegar er um að ræða þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júlí sem maður setur ákveðinn fyrirvara við. Hins vegar á vöxtur í íslensku hagkerfi að byggja á einkaneyslu og fjárfestingu sem á að aukast um 15 prósent.“ 3.10.2011 06:30 Fundu líkamsklukkugenið Vísindamenn við Salk-stofnunina í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á gen sem virðist stjórna líffræðilegri klukku mannslíkamans. Genið hefur á morgnana framleiðslu á ákveðnu prótíni sem líkaminn fylgist með til að vita hvenær hann á að sofa og vaka. Þá örvar það efnaskipti í líkamanum. 3.10.2011 06:30 Fituskattur tekur gildi Svokallaður fituskattur tók gildi í Danmörku á laugardaginn. Hann er lagður á matvæli á borð við smjör og olíu með það fyrir augum að draga úr neyslu á óhollum mat. 3.10.2011 06:15 Eiginkonan enn í einangrun Kínastjórn sýnir enga eftirgjöf, nærri ári eftir að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels, hvorki gagnvart norskum stjórnvöldum né eiginkonu verðlaunahafans. „Það hafa ekki orðið miklar breytingar,“ sagði Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í heimsókn sinni hér á landi í síðustu viku þegar hann var spurður um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína sem ríkt hefur undanfarið ár. 3.10.2011 06:15 Erlend fjárfesting bundin við álver Óvíða eru meiri hömlur á erlenda fjárfestingu en hér á landi. Ef litið er til síðustu áratuga sést að fjárfesting að utan hefur komið í slumpum og nánast verið bundin við áliðnaðinn. Starfshópur iðnaðarráðherra leggur til að lög um málaflokkinn verði afnumin og nefnd um erlenda fjárfestingu verði lögð niður. 3.10.2011 06:00 Búgarðurinn kemur Perry í bobba Búgarður í eigu Ricks Perry, frambjóðanda um útnefningu á forsetaefni Repúblikana, virðist ætla að koma honum illa. Nafnið er skrifað á stein sem er við innkeyrsluna að búgarðinum, en nafnið er Niggarafés. Búgarðurinn hafði þetta viðurnefni löngu áður en að Rick Perry og faðir hans keyptu hann snemma á níunda áratugnum. En ekkert var gert til þess að breyta því. Að sögn Washington Post kemur það illa við Perry. Sjálfur var hann spurður út í málið í síðustu viku. Svaraði hann því til að nafnið væri móðgandi, en það ætti ekki að taka því of alvarlega. 2.10.2011 20:40 Níu ára hetja bjargaði heimili sínu Níu ára strákur í Reykjanesbæ bjargaði heimili sínu í gær þegar eldur í kamínu fór úr böndunum. Hann segir auglýsingu í sjónvarpinu hafa kennt sér á slökkvitækið. 2.10.2011 19:28 Sjá næstu 50 fréttir
Styrktarsamningur við Kvikmyndaskóla Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert styrktarsamning við Kvikmyndaskóla Íslands. Forsvarsmenn skólans hafa tilkynnt ráðuneytinu að þegar í stað verði hafist handa við að undirbúa skólahald þannig að það megi hefjast sem fyrst og að nemendum og starfsmönnum skólans verði kynnt hvernig að því verður staðið. Samningur ráðuneytisins við skólann gildir til 31. júlí 2012 með möguleika á framlengingu til 31. desember 2012. 3.10.2011 18:46
Árni Þór hefði getað hálsbrotnað og lamast Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, hefði getað beðið mikinn skaða við þingsetninguna á laugardag og jafnvel hálsbrotnað og lamast, segir læknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans. 3.10.2011 18:36
Óeirðagrindurnar og tunnurnar komnar á Austurvöll Lögreglumenn hafa nú sett óeirðargrindur fyrir framan Alþingishúsið. Búið er að boða til "tunnumótmæla“ á Austurvelli í kvöld þegar að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína rétt fyrir klukkan átta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður einhver viðbúnaður á svæðinu en hversu mikið vissi varðstjóri ekki. Eins og áður segir, hefst þingfundur á Alþingi klukkan 19:50 í kvöld og verður hægt að fylgjast með ræðunni og umræðum í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig fjallað um ræðuna og ræður einstakra þingmanna - allt hér á Vísi. 3.10.2011 18:16
17 ára á 140 kílómetra hraða Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gærkvöld. Bíll hans mældist á 140 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Pilturinn, sem fékk ökuskírteini í hendur nýverið, á greinilega margt ólært en hann fær nú tækifæri til að hugsa ráð sitt. Fyrir brotið verður hann bæði sviptur ökuleyfi og gert að greiða verulega fjársekt. 3.10.2011 17:48
Bein útsending á Vísi frá Alþingi í kvöld Bein útsending verður á Vísi.is frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefst klukkan 19:50 en útsending Vísis hefst klukkan 19:15. Hægt verður að nálgast útsendinguna á forsíðu Vísis. 3.10.2011 17:30
Geir um úrskurðinn: Þetta er áfangasigur Geir H. Haarde segir frávísun Landsdóms á tveimur fyrstu ákæruliðunum áfangasigur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrrverandi forsætisráðherranum. 3.10.2011 16:40
Framsóknarmenn vilja leyfa kökubasar Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um matvæli. Með frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að veita leyfi til sölu á matvælum sem ekki eru bökuð í sérstökum eftirlitsskyldum eldhúsum. 3.10.2011 16:26
Festu sig í ám á Suðurlandi Lögreglunni á Hvolsvelli bárust tvær beiðnir í síðustu viku vegna rigningar. Þannig festu tveir ökumenn bifreiðar sínar vegna vatnavaxta í ám á Suðurlandi. 3.10.2011 16:17
Tveimur fyrstu ákæruliðunum vísað frá Landsdómi Tveimur ákæruliðum gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var vísað frá af Landsdómi í dag. 3.10.2011 16:06
Haukur Holm ritstjóri Reykjavíkur Haukur Holm hefur verið ráðinn ritstjóri Vikublaðsins Reykjavík. Hann tók við starfinu 1. október sl., og kemur fyrsta blaðið undir ritstjórn hans út þann 8. október næstkomandi. Haukur hefur starfað við fréttamennsku vel á þriðja áratug, lengst af hjá Stöð 2. 3.10.2011 15:11
Blóðugur niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarðar Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HV) nemi rúmum einum milljarði króna á næsta ári sem jafngildir um 31,7 milljóna króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2011 samkvæmt frétt sem birtist á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði í dag. 3.10.2011 15:04
Kafað ofan í Guðmundar- og Geirfinnsmálið Komin eru fram ný gögn í einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsi og fékk 13 ára fangelsisdóm. 3.10.2011 15:00
Bikiníbombur slógu heimsmet Fáklæddar konur slógu heimsmet á gullnu ströndinni í Ástralíu í gær. Þar komu 357 konur saman og gengu í skrúðgöngu íklæddar bikiníum. Konurnar gengu tæpa tvo kílómetra eftir ströndinni og komast þær fyrir vikið í heimsmetabók Guinness en aldrei áður hafa fleiri bikiníbombur komið saman í skrúðgöngu. Fyrra metið var sett á Cayman eyjum í júní á síðasta ári en þá voru þáttakendur 331. 3.10.2011 15:00
Mótmælin rannsökuð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mótmælin á laugardaginn en að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, þá liggur engin kæra fyrir í málinu. 3.10.2011 13:16
Félagsráðgjafar samþykktu nýjan kjarasamning Félagsráðgjafar við Reykjavíkurborg samþykktu nýjan kjarasamning með rúmlega 86 prósentum. Alls tóku 78 prósent félagsráðgjafa þátt í atkvæðagreiðslunni. 3.10.2011 13:03
Bein útsending frá stefnuræðum á Alþingi í kvöld Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað mánudaginn 3. október 2011, kl. 19.50. Þá verður einnig bein útsending frá umræðunum á Vísir.is. 3.10.2011 12:27
Hagsmunasamtökin harma eggjakastið Hagsmunasamtök heimilanna harma að þingmaður og myndatökumaður hafi orðið fyri hnjaski þegar eggjum var kastað að ráðamönnum við þingsetninguna á laugardaginn var. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau hafi í margar vikur talað fyrir friðsömum samstöðufundi. 3.10.2011 12:23
Áfrýjun Amöndu Knox tekin fyrir í dag Ítalskur áfrýjunardómstóll kveður síðar í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku skólastúlkunnar Amöndu Knox, sem dæmd var í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana fyrir fjórum árum. 3.10.2011 12:11
Atli neyddur í nefnd Atli Gíslason, þingmaður, hefur sagt sig úr umhverfis- og samgönguefnd Alþingis en hann var kjörinn í nefndina á laugardag þrátt fyrir að hafa andmælt því formlega. Atli telur að stjórnarflokkarnir séu að refsa honum fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir. 3.10.2011 12:09
Mikill vatnsskortur á Túvalú Ríkisstjórnin á smáeyjunni Túvalú í Kyrrahafi hefur sent út neyðarkall sökum skorts á ferskvatni á eyjunni. Túvalú er á meðal smæstu ríkja heims en þar búa aðeins ellefu þúsund manns. 3.10.2011 12:02
Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum. 3.10.2011 12:00
Perry segir koma til greina að senda herinn til Mexíkó Rick Perry ríkisstjóri í Texas sem er á meðal þeirra repúblikana sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni flokksins segir koma til greina að bandarískir hermenn verði sendir til Mexíkó til þess að berjast við glæpagengin sem þar ráða lögum og lofum. Þetta kom fram í ræðu sem Perry hélt í New Hampshire í gær. 3.10.2011 11:59
Rolla skotin með kraftmiklum riffli - lítilmannlegt segir lögreglan Rolla á Vestfjörðum hlaut skjót og heldur nöturleg örlög þegar hún var skotin til dauða með kraftmiklum riffli í síðustu viku. 3.10.2011 11:57
Neyddu sjósundkappa á spítala Aðfaranótt laugardagsins fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um mann í sjónum við Hólmavík. 3.10.2011 11:51
Lögðu hald á ólögleg lyf í alþjóðlegri aðgerð Tollgæslan lagði hald á tæplega átta þúsund ólöglegar töflur og fölsuð lyf sem selja átti á netinu í viðamikilli aðgerð sem teygði anga sína um allan heim. Aðgerðin var skipulögð af alþjóðlegum samtökum tollembætta og Interpol. Stóð hún yfir dagana 20. til 27. september og er sú viðamesta sem skipulögð hefur verið af þessu tagi. 3.10.2011 11:00
Réttað yfir grunuðum nauðgara Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á útikamri á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ágúst síðastliðnum. 3.10.2011 10:51
Hugmyndasamkeppnin hófst í dag - hvað skal gera við dós? Hin árlega hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, Snilldarlausnir Marel hófst í þriðja sinn í dag þegar hlutur ársins „dós“ var afhjúpaður. Úr þessum einfalda hlut eiga framhaldsskólanemendur að gera sem mest virði úr t.d. félagslegt, fjárhagslegt, umhverfislegt o.s.frv. 3.10.2011 10:17
Ákveður í vikunni hvort Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok. Málin hafa aftur komist í hámæli eftir umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Íslands í dag í gær þar sem greint var frá dagbókarfærslum Tryggva Rúnars Leifssonar sem var einn sakborninga í málinu og hlaut að lokum 13 ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni. Ögmundur var spurður út í málið í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og þar sagðist hann ætla að ákveða um framhaldið í þessari viku. 3.10.2011 09:33
Ísrael í hættu á að einangrast enn frekar Ísrael á það á hættu að einangrast enn frekar frá öðrum þjóðum í miðausturlöndum breyti þeir ekki stefnu sinni gagnvart nágrönnum sínum. Þetta segir Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en hann er nú á ferðalagi þar sem hann hittir leiðtoga Ísraels og Palestínu. 3.10.2011 09:00
Neyðarástand á Filippseyjum Flóðin á Filippseyjum eru nú í rénun en tveir fellibyljir hafa gengið yfir eyjarnar síðustu daga og hafa sextíu látið lífið í hamförunum. Mikið neyðarástand ríkir þó enn á stórum svæðum og er mikil þörf á mataraðstoð og ferskvatni. 3.10.2011 08:58
Dolfallnir yfir ræðu forsetans Ungir vinstri grænir eru dolfallnir á þeim misskilningi á eðli lýðræðis, sem birtist í ræðu forsetans við setningu Alþingis á laugardag. 3.10.2011 08:55
Herjólfur siglir á Þorlákshöfn alla þessa viku Það stefnir í stopular siglingar Herjólfs á milli Eyja og Landeyjahafnar í vetur og mun Herjólfur til dæmis sigla til Þorlákshafnar alla þessa viku. Í óveðrinu að undanförnu hefur sandur hlaðist upp utan við höfnina og er orðið of grunnt fyrir Herjólf. Breiðafjarðarferjan Baldur, sem hefur leyst Herjólf af að undanförnu á meðan Herjólfur var í slipp, kemst inn í Landeyjahöfn við mun erfiðari aðstæður en Herjólfur. 3.10.2011 08:54
Ammoníakleki á Sauðárkróki Ammoníak fór að leka úr frystikerfi í húsnæði loðdýrafóðurgerðar í útjaðri Sauðárkróks klukkan rúmlega fimm í morgun og var lögregla, slökkvilið og starfsmenn fóðurgerðarinnar kölluð á vettvang. 3.10.2011 07:07
Tekin tvisvar dópuð undir stýri með barnið í bílnum Þegar lögreglumenn stöðvuðu 32 ára konu á bíl í Skeifunni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, við hefðbundið eftirlit, kom í ljós að hún var undri áhrifum fíkniefna og var með sjö ára barn sitt í bílnum, auk þess sem hún var réttindalaus. 3.10.2011 07:02
Vilja ekki gera kjósendur sína reiða Stjórnmálamenn eru allt of tregir til að ganga gegn kjósendum sínum af ótta við að gera þá reiða. Ákveðinnar undanlátssemi gætir í samfélagsumræðunni og enginn vill stíga fram og segja að það sé of langt gengið þegar eggjum og öðrum hlutum er kastað í þingmenn á Austurvelli. Þetta er mat Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. 3.10.2011 06:30
70 hættu að styrkja í september Sjötíu styrktaraðilar ABC barnahjálpar á Íslandi hafa hætt að styrkja samtökin í þessu mánuði. Samtökin finna sterkt fyrir erfiðu efnahagsástandi. 3.10.2011 06:30
Minnihluti undrast starfslokin Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki lengur í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í síðustu viku að Haraldur Flosi hefði að eigin frumkvæði verið í hálfu starfi frá því í mars og hefði svo látið alfarið af störfum 1. júní. Hann hefði ekki talið þörf á kröftum sínum lengur. 3.10.2011 06:30
Erfitt að lækka verð lóða í Reykjavík „Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. 3.10.2011 06:30
Byggja um of á væntingum ríkisstjórnar Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, óttast að fjárlögin byggi á meiri væntingum en innstæða sé fyrir. Áherslur og útlegging ríkisstjórnarinnar á fjárlögunum séu í hróplegu ósamræmi við skilning launþega og fyrirtækja á stöðunni á vinnumarkaði í dag. „Ég hef áhyggjur af því hvernig þær forsendur eru lagðar fram sem fjárlögin byggja á. Annars vegar er um að ræða þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júlí sem maður setur ákveðinn fyrirvara við. Hins vegar á vöxtur í íslensku hagkerfi að byggja á einkaneyslu og fjárfestingu sem á að aukast um 15 prósent.“ 3.10.2011 06:30
Fundu líkamsklukkugenið Vísindamenn við Salk-stofnunina í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á gen sem virðist stjórna líffræðilegri klukku mannslíkamans. Genið hefur á morgnana framleiðslu á ákveðnu prótíni sem líkaminn fylgist með til að vita hvenær hann á að sofa og vaka. Þá örvar það efnaskipti í líkamanum. 3.10.2011 06:30
Fituskattur tekur gildi Svokallaður fituskattur tók gildi í Danmörku á laugardaginn. Hann er lagður á matvæli á borð við smjör og olíu með það fyrir augum að draga úr neyslu á óhollum mat. 3.10.2011 06:15
Eiginkonan enn í einangrun Kínastjórn sýnir enga eftirgjöf, nærri ári eftir að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels, hvorki gagnvart norskum stjórnvöldum né eiginkonu verðlaunahafans. „Það hafa ekki orðið miklar breytingar,“ sagði Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í heimsókn sinni hér á landi í síðustu viku þegar hann var spurður um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína sem ríkt hefur undanfarið ár. 3.10.2011 06:15
Erlend fjárfesting bundin við álver Óvíða eru meiri hömlur á erlenda fjárfestingu en hér á landi. Ef litið er til síðustu áratuga sést að fjárfesting að utan hefur komið í slumpum og nánast verið bundin við áliðnaðinn. Starfshópur iðnaðarráðherra leggur til að lög um málaflokkinn verði afnumin og nefnd um erlenda fjárfestingu verði lögð niður. 3.10.2011 06:00
Búgarðurinn kemur Perry í bobba Búgarður í eigu Ricks Perry, frambjóðanda um útnefningu á forsetaefni Repúblikana, virðist ætla að koma honum illa. Nafnið er skrifað á stein sem er við innkeyrsluna að búgarðinum, en nafnið er Niggarafés. Búgarðurinn hafði þetta viðurnefni löngu áður en að Rick Perry og faðir hans keyptu hann snemma á níunda áratugnum. En ekkert var gert til þess að breyta því. Að sögn Washington Post kemur það illa við Perry. Sjálfur var hann spurður út í málið í síðustu viku. Svaraði hann því til að nafnið væri móðgandi, en það ætti ekki að taka því of alvarlega. 2.10.2011 20:40
Níu ára hetja bjargaði heimili sínu Níu ára strákur í Reykjanesbæ bjargaði heimili sínu í gær þegar eldur í kamínu fór úr böndunum. Hann segir auglýsingu í sjónvarpinu hafa kennt sér á slökkvitækið. 2.10.2011 19:28