Erfitt að lækka verð lóða í Reykjavík 3. október 2011 06:30 Davíð Stefánsson „Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Davíð Stefánsson, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, hélt á fimmtudag erindi um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Hann benti á að á árum áður hefði lóðaverð verið mjög lágt, nánast ókeypis, og afar lítill hluti af byggingarkostnaði. Síðastliðin fimm ár hefði lóðaverð fyrir sérbýli tvöfaldast, farið úr því að vera í kringum tíu prósent af byggingakostnaði í tuttugu. Á sama tíma hefði lóðaverð fjölbýlishúsa farið úr fjórum prósentum í sautján. Það er rétt rúmlega fjórföldun á fimm árum. Þetta telur Davíð á meðal þess sem skýri að nýbyggingar eru nær engar um þessar mundir og geti leitt til skorts á íbúðamarkaði í lok árs 2013. Davíð sagði litla sem enga aðlögun hafa átt sér stað á markaðnum þrátt fyrir hrunið, lóðaverð stæði á svipuðum stað. Dæmi um slíkar lóðir eru í Úlfarsárdal. Þar er lóð fyrir þrjátíu íbúða fjölbýlishús við Urðarbrunn sem verðlögð er á 138 milljónir króna. „Lóðaverð þarf að lækka. Það er stundum í engum tengslum við þann veruleika sem við búum við í dag. Það eru litlar líkur á að sveitarfélög fái það verð sem sett var á lóðirnar fyrir hrun," sagði Davíð. Ágúst bendir á að við verðlagningu lóða árið 2007 hafi annars vegar verið horft til meðalverðs á lóðum í undangengnum lóðaútboðum og hins vegar hvað uppbygging á viðkomandi hverfi kosti. Hluti lóðagjaldsins sé svokallað viðbótargjald sem greiðist ekki nema lóðarréttindi séu framseld innan sjö ára. Hann bendir á að borgin hafi þurft að taka tillit til mismunandi hópa lóðarhafa; þeirra sem hafi keypt lóðir á nýbyggingarsvæðum í Reykjavík á árunum 2007 og 2008 og fengið að skila þeim eftir hrunið og hinna sem hafi keypt lóðir ári fyrr en fái ekki að skila þeim. „Það hefði verið mjög hastarlegt gagnvart þeim sem greiddu „fullt verð" fyrir lóðirnar í útboðum og fá ekki að skila þeim að lækka verðið á lóðum sem síðar var úthlutað," segir Ágúst. jonab@frettabladid.is Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
„Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Davíð Stefánsson, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, hélt á fimmtudag erindi um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Hann benti á að á árum áður hefði lóðaverð verið mjög lágt, nánast ókeypis, og afar lítill hluti af byggingarkostnaði. Síðastliðin fimm ár hefði lóðaverð fyrir sérbýli tvöfaldast, farið úr því að vera í kringum tíu prósent af byggingakostnaði í tuttugu. Á sama tíma hefði lóðaverð fjölbýlishúsa farið úr fjórum prósentum í sautján. Það er rétt rúmlega fjórföldun á fimm árum. Þetta telur Davíð á meðal þess sem skýri að nýbyggingar eru nær engar um þessar mundir og geti leitt til skorts á íbúðamarkaði í lok árs 2013. Davíð sagði litla sem enga aðlögun hafa átt sér stað á markaðnum þrátt fyrir hrunið, lóðaverð stæði á svipuðum stað. Dæmi um slíkar lóðir eru í Úlfarsárdal. Þar er lóð fyrir þrjátíu íbúða fjölbýlishús við Urðarbrunn sem verðlögð er á 138 milljónir króna. „Lóðaverð þarf að lækka. Það er stundum í engum tengslum við þann veruleika sem við búum við í dag. Það eru litlar líkur á að sveitarfélög fái það verð sem sett var á lóðirnar fyrir hrun," sagði Davíð. Ágúst bendir á að við verðlagningu lóða árið 2007 hafi annars vegar verið horft til meðalverðs á lóðum í undangengnum lóðaútboðum og hins vegar hvað uppbygging á viðkomandi hverfi kosti. Hluti lóðagjaldsins sé svokallað viðbótargjald sem greiðist ekki nema lóðarréttindi séu framseld innan sjö ára. Hann bendir á að borgin hafi þurft að taka tillit til mismunandi hópa lóðarhafa; þeirra sem hafi keypt lóðir á nýbyggingarsvæðum í Reykjavík á árunum 2007 og 2008 og fengið að skila þeim eftir hrunið og hinna sem hafi keypt lóðir ári fyrr en fái ekki að skila þeim. „Það hefði verið mjög hastarlegt gagnvart þeim sem greiddu „fullt verð" fyrir lóðirnar í útboðum og fá ekki að skila þeim að lækka verðið á lóðum sem síðar var úthlutað," segir Ágúst. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira