Innlent

Ammoníakleki á Sauðárkróki

Ammoníak fór að leka úr frystikerfi í húsnæði loðdýrafóðurgerðar í útjaðri Sauðárkróks klukkan rúmlega fimm í morgun og var lögregla, slökkvilið og starfsmenn fóðurgerðarinnar kölluð á vettvang.

Að sögn slökkviliðsmanns voru ytri aðstæður eins og best verður á kosið, eða logn og rigning, þannig að ekkert ammoníak lagðist yfir byggðina.

Búið er að stöðva lekann og er unnið að viðgerð á kerfinu. Þá verður kannað hvort tjón hefur hlotist af efninu í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×