Innlent

Styrktarsamningur við Kvikmyndaskóla Íslands

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert styrktarsamning við Kvikmyndaskóla Íslands.

Forsvarsmenn skólans hafa tilkynnt ráðuneytinu að þegar í stað verði hafist handa við að undirbúa skólahald þannig að það megi hefjast sem fyrst og að nemendum og starfsmönnum skólans verði kynnt hvernig að því verður staðið.

 Samningur ráðuneytisins við skólann gildir til 31. júlí 2012 með möguleika á framlengingu til 31. desember 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×