Innlent

Óeirðagrindurnar og tunnurnar komnar á Austurvöll

Óeirðagrindurnar komnar upp en búið er að boða til svokallaðra Tunnumótmæla þegar Jóhanna flytur stefnuræðu sína.
Óeirðagrindurnar komnar upp en búið er að boða til svokallaðra Tunnumótmæla þegar Jóhanna flytur stefnuræðu sína. Mynd/Gísli Berg
Lögreglumenn hafa nú sett óeirðargrindur fyrir framan Alþingishúsið. Búið er að boða til „tunnumótmæla" á Austurvelli í kvöld þegar að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína rétt fyrir klukkan átta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður einhver viðbúnaður á svæðinu en hversu mikið vissi varðstjóri ekki.

Eins og áður segir, hefst þingfundur á Alþingi klukkan 19:50 í kvöld og verður hægt að fylgjast með ræðunni og umræðum í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig fjallað um ræðuna og ræður einstakra þingmanna - allt hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×