Erlent

Ísrael í hættu á að einangrast enn frekar

Mynd/AP
Ísrael á það á hættu að einangrast enn frekar frá öðrum þjóðum í miðausturlöndum breyti þeir ekki stefnu sinni gagnvart nágrönnum sínum. Þetta segir Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en hann er nú á ferðalagi þar sem hann hittir leiðtoga Ísraels og Palestínu.

Panetta segir að Ísraelar verði að koma friðarviðræðunum við Palestínumenn í gang að nýju auk þess sem þeir þurfi nauðsynlega að endurvekja hin góðu samskipti sem ríkið átti á sínum tíma við Egypta og Tyrki. Palestínumenn hafa þvertekið fyrir að hefja viðræður á ný nema Ísraelar hætti við landnemabyggðirnar á hernumdu svæðunum en í síðustu viku var greint frá áformum um að reisa ellefu hundruð íbúðir í Austur Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×