Innlent

Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs um frávísun

Mynd/Anton Brink
Landsdómur tekur fyrir kröfu Geirs H. Haarde um að ákæru Alþingis gegn honum verði vísað frá í dag. Óvíst er hvort niðurstaða fæst að fundinum loknum.

Dómarar í Landsdómi koma saman í húsakynnum Hæstaréttar klukkan eitt í dag til að fjalla um frávísunarkröfu í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta er fyrsti formlegi fundur Landsdóms síðan frávísunarkrafan var flutt, en dómurinn hefur síðan þá undirbúið meðferð málsins.

Frávísunarkrafan byggir einkum á því sem Geir telur mikla ágalla á bæði ákærunni og rannsókn málsins.

Ef dómararnir komast að niðurstöðu um frávísunarkröfuna í dag má búast við að úrskurður verði kveðinn upp strax að því loknu. Hins vegar mun allt vera á huldu um hvort það takist að afgreiða kröfuna á fundinum í dag, enda málið umfangsmikið.

Í grunninn til er það einfaldur meirihluti hinna 15 dómara við Landsdóm sem ræður hvort málinu verður vísað frá, en eftir því sem fréttastofa kemst næst stendur þó vilji til að ná sameiginlegri niðurstöðu ef ágreiningur kemur upp um einstök atriði frávísunarkröfunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×