Innlent

Atli neyddur í nefnd

Höskuldur Kári Schram skrifar
Atli Gíslason
Atli Gíslason Mynd Stefán Karlsson
Atli Gíslason, þingmaður, hefur sagt sig úr umhverfis- og samgönguefnd Alþingis en hann var kjörinn í nefndina á laugardag þrátt fyrir að hafa andmælt því formlega. Atli telur að stjórnarflokkarnir séu að refsa honum fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir.

Atli Gíslason, hefur starfað sem óháður þingmaður eftir að hann sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, fyrr á þessu ári.

Þegar skipað var í nefndir Alþingis á laugardag var Atli skipaður í umhverfis og samgönguefnd þrátt fyrir að hann hafi ekki sóst eftir því að taka sæti í nefndinni.

Hvenær fréttir þú af þessu fyrst?

„Í þingsal þegar forseti las upp lista með nefndir. Mér var stillt upp við vegg," sagði Atli í samtali við fréttastofu.

Atli hefur ákveðið að segja sig úr nefndinni og hefur sent forseta Alþingis bréf þess efnis.

„Ég taldi bara kröftum mínum betur varið annarstaðar. Það er bara vera að refsa mér fyrir að vera óþekkur," sagði Atli. Aðspurður hvort hann telji þetta persónulegt svarar Atli:

„Nei þetta er ekki persónulegt. En það er verið að refsa mér fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Við því er ekkert að segja," segir Atli.

Atli gagnrýnir vinnubrögð Alþingis. Hann segist hafa miklar áhyggjur af vinnubrögðum sem þar má finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×