Erlent

Mikill vatnsskortur á Túvalú

Ríkisstjórnin á smáeyjunni Túvalú í Kyrrahafi hefur sent út neyðarkall sökum skorts á ferskvatni á eyjunni. Túvalú er á meðal smæstu ríkja heims en þar búa aðeins ellefu þúsund manns.

Nýsjálendingar hafa þegar brugðist við kallinu og flutt ferskvatn með herflugvélum til eyjarinnar auk tækja til þess að vinna ferskvatn úr sjó. Vandinn er hinsvegar viðvarandi varar Rauði krossinn við því að ástandið eigi enn eftir að versna. Vatnslindir eyjarinnar hafa mengast af sjó en mjög lítið hefur rignt á eyjunni í hálft ár og er búist við því að þurrkurinn haldi áfram út þetta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×