Innlent

Festu sig í ám á Suðurlandi

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur.
Lögreglunni á Hvolsvelli bárust tvær beiðnir í síðustu viku vegna rigningar. Þannig festu tveir ökumenn bifreiðar sínar vegna vatnavaxta í ám á Suðurlandi.

Annað tilfellið var við Kötlujökul og fór Björgunarsveitin Víkverji til aðstoðar.

Seinna tilvikið var í Stakkholtsánni á leið í Þórsmörk.

Þá var ökumaður stöðvaður síðustu helgi grunaður um ölvun við akstur. Mál hans er til rannsóknar en hann fékk að sofa úr sér vímuna í fangageymslum lögreglunnar á Hvolsvelli.

Alls voru sex umferðarlagabrot kærð hjá lögreglunni í síðustu viku en af þeim voru fjórir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×