Fleiri fréttir Thorning fór á fund drottningar Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku og verðandi forsætisráðherra, gekk í dag á fund Margrétar Danadrottningar og tilkynnti henni að stjórnarsáttmáli vinstriflokkanna á danska þinginu væri tilbúinn. Þeim væri því ekkert að vanbúnaði að mynda nýja ríkisstjórn. 2.10.2011 14:47 Eins og Alþingishúsið hefði veðrast í öld Þrifin á Alþingishúsinu eftir þingsetningu og stefnuræðu í fyrra voru eins og húsið hefði veðrast eitt hundrað ár, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún segir í góðu lagi að fólk mótmæli við þessi tækifæri svo framarlega sem það beiti ekki ofbeldi eða skemmi eignir. 2.10.2011 13:45 Ósammála túlkun forsetans á tillögum stjórnlagaráðs Stjórnlagaráðsfulltrúi segir túlkun forseta á tillögum stjórnlagaráðs vera allt önnur en ráðið lagði upp með. Hann segir það eðlilega kröfu ráðsins að valdamenn reyni ekki að afbaka tillögurnar eftir pólitískum hagsmunum. 2.10.2011 12:19 Norræn tíska í Seattle „Stórsigur fyrir Norræna hönnun," segir Max Dager, forstjóri Norræna hússins, sem er nú staddur í Seattle á Norræna tískutvíæringnum ásamt forystuliði norræna hönnuða . Góð þátttaka hefur verið á sýningunni og málþinginu. 2.10.2011 12:08 Stjórnarandstaðan stýrir engri þingnefnd Stjórnarandstöðuflokkarnir sinna ekki formennsku í neinni þingnefnd, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því í nýjum lögum um þingsköp sem tóku gildi í gær. Ákvörðun um þetta var tekin sameiginlega af þingflokksformönnum allra flokka. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, segir að þegar unnið var að útfærslu á lögunum hafi komið upp skoðanamunur milli flokka um það hvaða nefndir kæmu í hlut hvers þingflokks. "Í nýju þingskapalögunum er skýrt tekið fram og algjörlega ljóst hvernig formennska skiptist á milli þingflokka," segir hún og á þar við fjölda nefnda sem flokkur stýrir út frá þingstyrk. Hins vegar sé ekki skýrt hvernig ákveða skuli hvaða flokkur fær formennsku í hvaða nefnd. "Þess vegna þegar við vorum búin að fara yfir þetta mál þá var það ljóst að um þetta næðist ekki samkomulag og því varð út að við ákváðum sameiginlega að fresta þessum breytingum og vísa vinnu við útfærsluna í nýja þingskapanefnd," segir Ragnheiður Elín. Miklar breytingar felast í nýju þingskapalögunum og segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, mikilvægt að þær séu útfærðar að vel athuguði máli. Ragnheiður Elín tekur í sama streng. "Að mínu mati er þetta farsæl niðurstaða, að við vöndum okkur, útfærum þetta og gerum þetta með þeim hætti að okkur verði sómi að," segir hún. Uppi hefur verið orðrómur um að þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi hreinlega neitað að taka að sér formennsku í flokkunum. Spurður um þetta segir Gunnar Bragi að svo sé ekki. "Þetta er bara einhver saga sem er verið að reyna að breiða út," segir hann. 2.10.2011 12:00 25 hermenn fórust í Jemen Að minnsta kosti 25 hermenn fórust þegar jemenskar orustuþotur vörpuðu sprengjum á aðsetur hermanna í Abyan héraðinu í suðurhluta landsins í gær. Stjórnvöld í landinu neita því að sprengingarnar hafi átt sér stað. Fullyrt hefur verið að árásarmennirnir séu tengdir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, en aðrar heimildir herma að þær fullyrðingar séu runnar undan rifjum áróðursmeistara ríkisstjórnarinnar til að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins við ríkjandi stjórnvöld. 2.10.2011 11:58 Stefnir í kreppu út áratuginn Íslendingar verða í kreppu út áratuginn ef ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða til að örva fjárfestingu, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að hagvöxtur sé allt of lítill enn sem komið er. 2.10.2011 11:22 Sátu ekki undir ræðu forseta Íslands Álfheiður Ingadóttir og Davíð Stefánsson, sem bæði eru þingmenn VG, hlýddu ekki á ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, við setningu Alþingis í gær. "Við sátum ekki undir henni. Ég held það megi orða það þannig,“ segir Álfheiður Ingadóttir. Hún segir að ástæðan sé sú að henni finnist ekki við hæfi að blanda saman áróðursræðum forseta Íslands og þingsetningunni. 2.10.2011 10:52 Ríflega 700 handteknir í mótmælum á Wall Street Ríflega sjö hundruð mótmælendur voru handteknir á Brooklyn brúnni í New York í gær. Hópurinn var hluti af stærri fylkingu sem gekk yfir brúna frá manhattan, en mótmælendur hafa haldið til nálægt Wall Street í tæpar tvær vikur. 2.10.2011 09:52 Forsetinn verður að styðja alla hermenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, setti hressilega ofan í við andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum í ræðu í gær. Þá sagði hann að hver sá sem ætlaði að verða æðsti yfirmaður Bandaríkjahers yrði að styðja allan herinn, þar á meðal samkynhneigða hermenn. Obama gagnrýndi harðlega frambjóðendur um forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins fyrir að hafa orðið kjaftstopp þegar samkynhneigur hermaður spurði frambjóðendur um viðhorf sín í nýlegum kappræðum. Obama sagði að forsetar yrðu að standa með sínu fólki, jafnvel þótt það væri ekki pólitískt þægilegt. 2.10.2011 09:46 Ný ríkisstjórn kynnt á morgun Ný ríkisstjórn Danmerkur verður kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka vinstriflokksins og Villy Søvndal, leiðtogi Sósíalska þjóðaflokksins, hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála, eftir því sem Ritzau fréttastofan greinir frá. 2.10.2011 09:43 Slökkvilið kallað á elliheimili Slökkviliðið var kallað að elliheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um tíuleytið í gærkvöld. Þar hafði gleymst eggjabakki á eldavél og óttuðust starfsmenn afleiðingar þess. Enginn eldur hlaust af og sáralítill reykur þannig að slökkviliðið þurfti ekkert að aðhafast nema lofta út, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni. 2.10.2011 09:29 Ekið á gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur, karlmann og konu, í Lækjargötu um hálffjögurleytið í nótt. Karlmaðurinn fékk höfuðáverka en konan fótbrotnaði. Engar grunsemdir eru um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Mikið myrkur var þegar atvikið átti sér stað og vill lögreglan beina því til ökumanna, jafnt sem gangandi vegfarenda, að fara gætilega nú þegar farið er að rökkva á kvöldin. 2.10.2011 09:25 Pilla kemur í veg fyrir drykkjulæti Hópur bandarískra og ástralskra vísindamanna vinnur nú að þróun pillu sem gerir það kleift að hægt er að innbyrða mikið magn áfengis án þess að missa stjórn á hegðun sinni. 1.10.2011 23:00 Nýtt norskt olíuævintýri "Nú erum við komnir með lykilinn að svæðinu og þurfum bara að halda áfram.“ Þetta sagði Ashley Heppenstall, forstjóri olíufyrirtækisins Lundin í samtali við fjölmiðla í gær, eftir að rannsóknir fyrirtækisins leiddu í ljós að margfalt meiri olíu má vinna úr svæðinu en talið hafði verið. Fyrra mat gaf til kynna að þar mætti vinna 100 til 400 milljónir tunna af olíu, en nýjar rannsóknir gefa til kynna að þar gætu legið á milli 800 og 1800 milljónir tunna. 1.10.2011 23:00 18 skátar fengu Forsetamerki Árleg afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fór fram í Bessastaðakirkjuí dag 1. október að viðstöddum viðtakendum viðurkenningarinnar, forystufólki BÍS, og aðstandendum viðtakenda. 1.10.2011 22:00 Fótbraut mann á bílastæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann fyrir að fótbrjóta annan mann með fjórhjóli. 1.10.2011 22:00 Gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda Stjórnvöld í Pakistan voru harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við flóðunum í fyrra. Þá fór fimmtungur af öllu landsvæði undir vatn og 18 milljónir manna hröktust af heimilum sínum í verstu flóðum sem sögur fara af. 1.10.2011 21:00 Einn með allar tölur réttar Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld. Vinningsmiðinn keypti miðann í Shellskálanum á Egilsstöðum og fær spilarinn tæplega 5,5 milljónir í sinn hlut. 1.10.2011 19:38 Landeyjahöfn ekki nógu djúp fyrir Herjólf - siglt til Þorlákshafnar Vegna óveðurs undanfarna daga og mikils öldugangs við Landeyjahöfn, þá eru vísbendingar um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað það mikið að Herjólfur geti ekki siglt þar inn þegar hann hefur áætlun á mánudag. 1.10.2011 18:55 Varðstjóri hjá lögreglunni: Við eigum líka skuldir og heimili Formaður landssambands lögreglumanna segir það gjörsamlega óþolandi að skikka menn til vinnu og stilla þeim varnarlausum upp gegn mótmælendum. 1.10.2011 18:38 Þingmönnum brugðið þegar Árni Þór féll Það er óhætt að segja að þeim þingmönnum sem næst stóðu Árna Þór Sigurðssyni hafi verið brugðið þegar hann féll í götuna eftir að hafa fengið egg í gagnaugað. Þeir voru þó fljótir að átta sig og komu honum til bjargar. Árni Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði skilning á því að fólk mótmælti en það væri synd ef mótmælin fælu í sér skemmdir eða ofbeldi. 1.10.2011 17:01 Niðurskurðurinn á sjöunda milljarð Útgjöld ríkissjóðs verða skorin niður um 6,6 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Skorið verður niður um 3% í almennri stjórnsýslu og þjónustu og 1,5% í velferðamálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. 1.10.2011 16:35 Vörðu ráðherra og þingmenn með regnhlífum Lögreglumenn og öryggisverðir á vegum Alþingis nýttu regnhlífar til þess að hlífa ráðherrum og þingmönnum við eggjakasti þegar gengið var frá Dómkirkjunni til Alþingishússins, þar sem setning Alþingis fór fram. Það kom þó ekki í veg fyrir að fjöldi þingmanna yrði útbíaður út í eggjum sem kastað var af Austurvelli. Sigurjón Egilsson, Þorsteinn Magnússon og Gísli Berg, sem allir eru starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, voru staddir á Austurvelli og fönguðu stemninguna. Hákon Logi Sigurðarson klippti myndskeiðið. 1.10.2011 15:24 Sóknargjöld lækka um 27 milljónir Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar lækka um 27 milljónir króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ástæðan er endurmat á gjölda einstaklinga í skráð trúfélög, sóknargjöld til annarra trúfélaga hækka um 14 milljónir króna af sömu ástæðu. Þá munu framlög til kirkjugarða lækka um 18,3 milljónir frá gildandi fjárlögum að raungildi. Fram kemur í frumvarpinu að framlagið er lækkað um rúmar 25 milljónir króna vegna samdráttar í ríkisútgjöldum en á móti kemur 7 milljóna króna hækkun vegna endurskoðunar á reiknilíkani. 1.10.2011 14:30 Lögreglumenn upplifa sig sem mannlega skildi Lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir framan Alþingi við þingsetningu í dag höfðu ekkert val um það hlutskipti sitt, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna 1.10.2011 14:10 Dorrit missti af messunni Dorrit Moussieff forsetafrú tók sér stöðu meðal almennings og ræddi við mótmælendur fyrir setningu Alþingis í dag. Svo upptekin var hún af samskiptum við fólkið að hún missti af guðsþjónustunni. 1.10.2011 13:29 Þingmenn líti í eigin barm Þjóðin gerir kröfu til breyttra vinnubragða og að þingmenn líti í eigin barm og finni til ábyrgðar sem einstaklingar og kjörnir fulltrúar. Þetta sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, við þingsetningu í dag. 1.10.2011 12:31 Árni Þór vankaðist við eggjakastið "Ég smá vankaðist svona,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem fékk egg í höfuðið á leið úr Alþingishúsinu til guðsþjónustu í dag. "Þetta kom illa á gagnaugað rétt fyrir ofan eyrað og ég vankaðist smá og datt,“ segir Árni Þór. 1.10.2011 12:09 Alþingi þarf að móta afstöðu fyrir forsetakosningarnar Alþingi þarf að móta skýra afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs þótt breytingar á sjálfri stjórnarskránni hljóti ekki endanlegt gildi fyrr en að loknum næstu þingkosningum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag. 1.10.2011 11:48 Mótmælin eru hættumerki Sú staðreynd að þúsundir manna telji sig ár eftir ár tilbúna til þess að mótmæla í hörðum mótmælum við þingsetningu er hættumerki sem okkur ber öllum að taka alvarlega, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag. 1.10.2011 11:25 Mjúki maðurinn er ekki til Einu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leikarann. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjölskyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrirmyndar. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“ 1.10.2011 11:00 Þingmaður féll í götuna Mótmælandi kastaði aðskotahlut í höfuð Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, þegar hann gekk úr Alþingishúsið í Dómkirkjuna í morgun. Við þetta féll Árni í jörðina. Hann steig aftur upp og virtist ekki hafa orðið meint af. 1.10.2011 10:59 Töluverður fjöldi mótmælir Töluverður fjöldi fólks er samankominn á Austurvelli til að mótmæla við þingsetningu Alþingis. Lögreglan fylgist með svæðinu og tryggir að allt fari vel fram. Það er ýmsu mótmælt, meðal annars eftirlaunaforréttindum þingmanna og svo eru sumir sem vilja koma breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfið. 1.10.2011 10:22 Mótmælendur gengu fylktu liði til lögreglunnar Meira en 1000 mótmælendur sem haldið hafa til á Wall Street í New York undanfarna daga og mótmælt völdum fjámálkerfisins, gengu í gær fylktu liði að höfuðstöðvum lögreglunnar í borginni. 1.10.2011 10:10 Angraði fólk á veitingastað Karlmaður var handtekinn eftir að hann angraði gesti og dyraverði á veitingastaðnum Volcano í Vestmanneyjum í nótt. Maðurinn var drukkinn og var látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. 1.10.2011 10:03 Datt í sjóinn við Hörpu Karlmaður datt í sjóinn við Faxagarð, rétt við Hörpu, í nótt. Kafarabíll frá sjúkraliðinu var kallaður til, en maðurinn var kominn upp úr af eigin rammleik áður en bíllinn mætti á staðinn. Maðurinn var ekki slasaður en var fluttur kaldur til aðhlynningar á slysadeild. Þá björguðu lögreglumenn og björgunarsveitamenn manni sem hljóp í sjóinn í Hólmavík um tvöleytið í nótt. Sá var einnig ölvaður. 1.10.2011 09:57 Þingsetning í beinni á Vísi Alþingi verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálfellefu í dag. Eftir það ganga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, handhafar forsetavalds og þingmenn í Alþingishúsið þar sem forsetinn setur þingið. Eins og venja er mun fjárlagafrumvarpinu jafnframt verða dreift. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hélt blaðamannafund klukkan níu í morgun þar sem helstu atriði frumvarpsins verða kynnt. Við munum segja nánar frá þingsetningu í hádegisfréttum okkar klukkan tólf og á Vísi. 1.10.2011 09:49 Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. 1.10.2011 09:00 Þjóðin kjósi um stjórnarskrá Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að þjóðin greiði atkvæði um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Niðurstaðan verði ráðgefandi fyrir Alþingi er það fjallar um málið. 1.10.2011 08:30 Frumvarpi um fjárlög dreift Alþingi verður sett með athöfn sem hefst klukkan 10.30 í dag. Að athöfninni lokinni verður fjárlagafrumvarpi næsta árs dreift á Alþingi. 1.10.2011 07:00 Þrjátíu milljón töflur á markað Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sett rúmlega þrjátíu milljón töflur af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Einkaleyfi lyfsins Zyprexa frá Eli Lylly við geðklofa og geðhvarfasýki féllu úr gildi í vikunni. 1.10.2011 07:00 Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. 1.10.2011 06:30 Tólf tilboð í Húsasmiðjuna Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar til Framtakssjóðs Íslands. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði. 1.10.2011 05:00 Kolmunnastofn stækkað mikið Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, leggur til að veiði á kolmunna verði stóraukin á árinu 2012. Ráðið leggur hins vegar til 15 prósenta minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá leggur ráðið til nær óbreyttar veiðar á makríl. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í gær. 1.10.2011 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Thorning fór á fund drottningar Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku og verðandi forsætisráðherra, gekk í dag á fund Margrétar Danadrottningar og tilkynnti henni að stjórnarsáttmáli vinstriflokkanna á danska þinginu væri tilbúinn. Þeim væri því ekkert að vanbúnaði að mynda nýja ríkisstjórn. 2.10.2011 14:47
Eins og Alþingishúsið hefði veðrast í öld Þrifin á Alþingishúsinu eftir þingsetningu og stefnuræðu í fyrra voru eins og húsið hefði veðrast eitt hundrað ár, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Hún segir í góðu lagi að fólk mótmæli við þessi tækifæri svo framarlega sem það beiti ekki ofbeldi eða skemmi eignir. 2.10.2011 13:45
Ósammála túlkun forsetans á tillögum stjórnlagaráðs Stjórnlagaráðsfulltrúi segir túlkun forseta á tillögum stjórnlagaráðs vera allt önnur en ráðið lagði upp með. Hann segir það eðlilega kröfu ráðsins að valdamenn reyni ekki að afbaka tillögurnar eftir pólitískum hagsmunum. 2.10.2011 12:19
Norræn tíska í Seattle „Stórsigur fyrir Norræna hönnun," segir Max Dager, forstjóri Norræna hússins, sem er nú staddur í Seattle á Norræna tískutvíæringnum ásamt forystuliði norræna hönnuða . Góð þátttaka hefur verið á sýningunni og málþinginu. 2.10.2011 12:08
Stjórnarandstaðan stýrir engri þingnefnd Stjórnarandstöðuflokkarnir sinna ekki formennsku í neinni þingnefnd, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því í nýjum lögum um þingsköp sem tóku gildi í gær. Ákvörðun um þetta var tekin sameiginlega af þingflokksformönnum allra flokka. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, segir að þegar unnið var að útfærslu á lögunum hafi komið upp skoðanamunur milli flokka um það hvaða nefndir kæmu í hlut hvers þingflokks. "Í nýju þingskapalögunum er skýrt tekið fram og algjörlega ljóst hvernig formennska skiptist á milli þingflokka," segir hún og á þar við fjölda nefnda sem flokkur stýrir út frá þingstyrk. Hins vegar sé ekki skýrt hvernig ákveða skuli hvaða flokkur fær formennsku í hvaða nefnd. "Þess vegna þegar við vorum búin að fara yfir þetta mál þá var það ljóst að um þetta næðist ekki samkomulag og því varð út að við ákváðum sameiginlega að fresta þessum breytingum og vísa vinnu við útfærsluna í nýja þingskapanefnd," segir Ragnheiður Elín. Miklar breytingar felast í nýju þingskapalögunum og segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, mikilvægt að þær séu útfærðar að vel athuguði máli. Ragnheiður Elín tekur í sama streng. "Að mínu mati er þetta farsæl niðurstaða, að við vöndum okkur, útfærum þetta og gerum þetta með þeim hætti að okkur verði sómi að," segir hún. Uppi hefur verið orðrómur um að þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafi hreinlega neitað að taka að sér formennsku í flokkunum. Spurður um þetta segir Gunnar Bragi að svo sé ekki. "Þetta er bara einhver saga sem er verið að reyna að breiða út," segir hann. 2.10.2011 12:00
25 hermenn fórust í Jemen Að minnsta kosti 25 hermenn fórust þegar jemenskar orustuþotur vörpuðu sprengjum á aðsetur hermanna í Abyan héraðinu í suðurhluta landsins í gær. Stjórnvöld í landinu neita því að sprengingarnar hafi átt sér stað. Fullyrt hefur verið að árásarmennirnir séu tengdir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, en aðrar heimildir herma að þær fullyrðingar séu runnar undan rifjum áróðursmeistara ríkisstjórnarinnar til að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins við ríkjandi stjórnvöld. 2.10.2011 11:58
Stefnir í kreppu út áratuginn Íslendingar verða í kreppu út áratuginn ef ríkisstjórnin grípur ekki til aðgerða til að örva fjárfestingu, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að hagvöxtur sé allt of lítill enn sem komið er. 2.10.2011 11:22
Sátu ekki undir ræðu forseta Íslands Álfheiður Ingadóttir og Davíð Stefánsson, sem bæði eru þingmenn VG, hlýddu ekki á ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, við setningu Alþingis í gær. "Við sátum ekki undir henni. Ég held það megi orða það þannig,“ segir Álfheiður Ingadóttir. Hún segir að ástæðan sé sú að henni finnist ekki við hæfi að blanda saman áróðursræðum forseta Íslands og þingsetningunni. 2.10.2011 10:52
Ríflega 700 handteknir í mótmælum á Wall Street Ríflega sjö hundruð mótmælendur voru handteknir á Brooklyn brúnni í New York í gær. Hópurinn var hluti af stærri fylkingu sem gekk yfir brúna frá manhattan, en mótmælendur hafa haldið til nálægt Wall Street í tæpar tvær vikur. 2.10.2011 09:52
Forsetinn verður að styðja alla hermenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, setti hressilega ofan í við andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum í ræðu í gær. Þá sagði hann að hver sá sem ætlaði að verða æðsti yfirmaður Bandaríkjahers yrði að styðja allan herinn, þar á meðal samkynhneigða hermenn. Obama gagnrýndi harðlega frambjóðendur um forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins fyrir að hafa orðið kjaftstopp þegar samkynhneigur hermaður spurði frambjóðendur um viðhorf sín í nýlegum kappræðum. Obama sagði að forsetar yrðu að standa með sínu fólki, jafnvel þótt það væri ekki pólitískt þægilegt. 2.10.2011 09:46
Ný ríkisstjórn kynnt á morgun Ný ríkisstjórn Danmerkur verður kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka vinstriflokksins og Villy Søvndal, leiðtogi Sósíalska þjóðaflokksins, hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála, eftir því sem Ritzau fréttastofan greinir frá. 2.10.2011 09:43
Slökkvilið kallað á elliheimili Slökkviliðið var kallað að elliheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um tíuleytið í gærkvöld. Þar hafði gleymst eggjabakki á eldavél og óttuðust starfsmenn afleiðingar þess. Enginn eldur hlaust af og sáralítill reykur þannig að slökkviliðið þurfti ekkert að aðhafast nema lofta út, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni. 2.10.2011 09:29
Ekið á gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur, karlmann og konu, í Lækjargötu um hálffjögurleytið í nótt. Karlmaðurinn fékk höfuðáverka en konan fótbrotnaði. Engar grunsemdir eru um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Mikið myrkur var þegar atvikið átti sér stað og vill lögreglan beina því til ökumanna, jafnt sem gangandi vegfarenda, að fara gætilega nú þegar farið er að rökkva á kvöldin. 2.10.2011 09:25
Pilla kemur í veg fyrir drykkjulæti Hópur bandarískra og ástralskra vísindamanna vinnur nú að þróun pillu sem gerir það kleift að hægt er að innbyrða mikið magn áfengis án þess að missa stjórn á hegðun sinni. 1.10.2011 23:00
Nýtt norskt olíuævintýri "Nú erum við komnir með lykilinn að svæðinu og þurfum bara að halda áfram.“ Þetta sagði Ashley Heppenstall, forstjóri olíufyrirtækisins Lundin í samtali við fjölmiðla í gær, eftir að rannsóknir fyrirtækisins leiddu í ljós að margfalt meiri olíu má vinna úr svæðinu en talið hafði verið. Fyrra mat gaf til kynna að þar mætti vinna 100 til 400 milljónir tunna af olíu, en nýjar rannsóknir gefa til kynna að þar gætu legið á milli 800 og 1800 milljónir tunna. 1.10.2011 23:00
18 skátar fengu Forsetamerki Árleg afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar fór fram í Bessastaðakirkjuí dag 1. október að viðstöddum viðtakendum viðurkenningarinnar, forystufólki BÍS, og aðstandendum viðtakenda. 1.10.2011 22:00
Fótbraut mann á bílastæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann fyrir að fótbrjóta annan mann með fjórhjóli. 1.10.2011 22:00
Gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda Stjórnvöld í Pakistan voru harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við flóðunum í fyrra. Þá fór fimmtungur af öllu landsvæði undir vatn og 18 milljónir manna hröktust af heimilum sínum í verstu flóðum sem sögur fara af. 1.10.2011 21:00
Einn með allar tölur réttar Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld. Vinningsmiðinn keypti miðann í Shellskálanum á Egilsstöðum og fær spilarinn tæplega 5,5 milljónir í sinn hlut. 1.10.2011 19:38
Landeyjahöfn ekki nógu djúp fyrir Herjólf - siglt til Þorlákshafnar Vegna óveðurs undanfarna daga og mikils öldugangs við Landeyjahöfn, þá eru vísbendingar um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað það mikið að Herjólfur geti ekki siglt þar inn þegar hann hefur áætlun á mánudag. 1.10.2011 18:55
Varðstjóri hjá lögreglunni: Við eigum líka skuldir og heimili Formaður landssambands lögreglumanna segir það gjörsamlega óþolandi að skikka menn til vinnu og stilla þeim varnarlausum upp gegn mótmælendum. 1.10.2011 18:38
Þingmönnum brugðið þegar Árni Þór féll Það er óhætt að segja að þeim þingmönnum sem næst stóðu Árna Þór Sigurðssyni hafi verið brugðið þegar hann féll í götuna eftir að hafa fengið egg í gagnaugað. Þeir voru þó fljótir að átta sig og komu honum til bjargar. Árni Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði skilning á því að fólk mótmælti en það væri synd ef mótmælin fælu í sér skemmdir eða ofbeldi. 1.10.2011 17:01
Niðurskurðurinn á sjöunda milljarð Útgjöld ríkissjóðs verða skorin niður um 6,6 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Skorið verður niður um 3% í almennri stjórnsýslu og þjónustu og 1,5% í velferðamálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. 1.10.2011 16:35
Vörðu ráðherra og þingmenn með regnhlífum Lögreglumenn og öryggisverðir á vegum Alþingis nýttu regnhlífar til þess að hlífa ráðherrum og þingmönnum við eggjakasti þegar gengið var frá Dómkirkjunni til Alþingishússins, þar sem setning Alþingis fór fram. Það kom þó ekki í veg fyrir að fjöldi þingmanna yrði útbíaður út í eggjum sem kastað var af Austurvelli. Sigurjón Egilsson, Þorsteinn Magnússon og Gísli Berg, sem allir eru starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, voru staddir á Austurvelli og fönguðu stemninguna. Hákon Logi Sigurðarson klippti myndskeiðið. 1.10.2011 15:24
Sóknargjöld lækka um 27 milljónir Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar lækka um 27 milljónir króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ástæðan er endurmat á gjölda einstaklinga í skráð trúfélög, sóknargjöld til annarra trúfélaga hækka um 14 milljónir króna af sömu ástæðu. Þá munu framlög til kirkjugarða lækka um 18,3 milljónir frá gildandi fjárlögum að raungildi. Fram kemur í frumvarpinu að framlagið er lækkað um rúmar 25 milljónir króna vegna samdráttar í ríkisútgjöldum en á móti kemur 7 milljóna króna hækkun vegna endurskoðunar á reiknilíkani. 1.10.2011 14:30
Lögreglumenn upplifa sig sem mannlega skildi Lögreglumenn sem stóðu vaktina fyrir framan Alþingi við þingsetningu í dag höfðu ekkert val um það hlutskipti sitt, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna 1.10.2011 14:10
Dorrit missti af messunni Dorrit Moussieff forsetafrú tók sér stöðu meðal almennings og ræddi við mótmælendur fyrir setningu Alþingis í dag. Svo upptekin var hún af samskiptum við fólkið að hún missti af guðsþjónustunni. 1.10.2011 13:29
Þingmenn líti í eigin barm Þjóðin gerir kröfu til breyttra vinnubragða og að þingmenn líti í eigin barm og finni til ábyrgðar sem einstaklingar og kjörnir fulltrúar. Þetta sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, við þingsetningu í dag. 1.10.2011 12:31
Árni Þór vankaðist við eggjakastið "Ég smá vankaðist svona,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem fékk egg í höfuðið á leið úr Alþingishúsinu til guðsþjónustu í dag. "Þetta kom illa á gagnaugað rétt fyrir ofan eyrað og ég vankaðist smá og datt,“ segir Árni Þór. 1.10.2011 12:09
Alþingi þarf að móta afstöðu fyrir forsetakosningarnar Alþingi þarf að móta skýra afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs þótt breytingar á sjálfri stjórnarskránni hljóti ekki endanlegt gildi fyrr en að loknum næstu þingkosningum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag. 1.10.2011 11:48
Mótmælin eru hættumerki Sú staðreynd að þúsundir manna telji sig ár eftir ár tilbúna til þess að mótmæla í hörðum mótmælum við þingsetningu er hættumerki sem okkur ber öllum að taka alvarlega, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag. 1.10.2011 11:25
Mjúki maðurinn er ekki til Einu sinni las ég viðtal við Mads Mikkelsen, þú veist, danska leikarann. Þegar blaðamaðurinn ætlaði að fara að spyrja hann einhverra persónulegra spurninga svaraði hann: Ég held alltaf fjölskyldunni utan við vinnuna. Ég er ekki Mads Mikkelsen en er samt að spá í að taka hann mér til fyrirmyndar. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan mig og mér finnst mitt persónulega líf ekki koma neinum við. Aumingja konan mín er gift mér og greyið dóttir mín á mig fyrir pabba. Það er ekki þeim að kenna að ég er í þessari vinnu.“ 1.10.2011 11:00
Þingmaður féll í götuna Mótmælandi kastaði aðskotahlut í höfuð Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, þegar hann gekk úr Alþingishúsið í Dómkirkjuna í morgun. Við þetta féll Árni í jörðina. Hann steig aftur upp og virtist ekki hafa orðið meint af. 1.10.2011 10:59
Töluverður fjöldi mótmælir Töluverður fjöldi fólks er samankominn á Austurvelli til að mótmæla við þingsetningu Alþingis. Lögreglan fylgist með svæðinu og tryggir að allt fari vel fram. Það er ýmsu mótmælt, meðal annars eftirlaunaforréttindum þingmanna og svo eru sumir sem vilja koma breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfið. 1.10.2011 10:22
Mótmælendur gengu fylktu liði til lögreglunnar Meira en 1000 mótmælendur sem haldið hafa til á Wall Street í New York undanfarna daga og mótmælt völdum fjámálkerfisins, gengu í gær fylktu liði að höfuðstöðvum lögreglunnar í borginni. 1.10.2011 10:10
Angraði fólk á veitingastað Karlmaður var handtekinn eftir að hann angraði gesti og dyraverði á veitingastaðnum Volcano í Vestmanneyjum í nótt. Maðurinn var drukkinn og var látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. 1.10.2011 10:03
Datt í sjóinn við Hörpu Karlmaður datt í sjóinn við Faxagarð, rétt við Hörpu, í nótt. Kafarabíll frá sjúkraliðinu var kallaður til, en maðurinn var kominn upp úr af eigin rammleik áður en bíllinn mætti á staðinn. Maðurinn var ekki slasaður en var fluttur kaldur til aðhlynningar á slysadeild. Þá björguðu lögreglumenn og björgunarsveitamenn manni sem hljóp í sjóinn í Hólmavík um tvöleytið í nótt. Sá var einnig ölvaður. 1.10.2011 09:57
Þingsetning í beinni á Vísi Alþingi verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálfellefu í dag. Eftir það ganga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, handhafar forsetavalds og þingmenn í Alþingishúsið þar sem forsetinn setur þingið. Eins og venja er mun fjárlagafrumvarpinu jafnframt verða dreift. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hélt blaðamannafund klukkan níu í morgun þar sem helstu atriði frumvarpsins verða kynnt. Við munum segja nánar frá þingsetningu í hádegisfréttum okkar klukkan tólf og á Vísi. 1.10.2011 09:49
Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. 1.10.2011 09:00
Þjóðin kjósi um stjórnarskrá Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að þjóðin greiði atkvæði um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Niðurstaðan verði ráðgefandi fyrir Alþingi er það fjallar um málið. 1.10.2011 08:30
Frumvarpi um fjárlög dreift Alþingi verður sett með athöfn sem hefst klukkan 10.30 í dag. Að athöfninni lokinni verður fjárlagafrumvarpi næsta árs dreift á Alþingi. 1.10.2011 07:00
Þrjátíu milljón töflur á markað Verksmiðja Actavis á Möltu hefur sett rúmlega þrjátíu milljón töflur af samheitalyfinu Olanzapine á markað í Evrópu. Einkaleyfi lyfsins Zyprexa frá Eli Lylly við geðklofa og geðhvarfasýki féllu úr gildi í vikunni. 1.10.2011 07:00
Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. 1.10.2011 06:30
Tólf tilboð í Húsasmiðjuna Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar til Framtakssjóðs Íslands. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framtakssjóði. 1.10.2011 05:00
Kolmunnastofn stækkað mikið Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, leggur til að veiði á kolmunna verði stóraukin á árinu 2012. Ráðið leggur hins vegar til 15 prósenta minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þá leggur ráðið til nær óbreyttar veiðar á makríl. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í gær. 1.10.2011 04:00