Innlent

Bein útsending á Vísi frá Alþingi í kvöld

Bein útsending verður á Vísi.is í kvöld.
Bein útsending verður á Vísi.is í kvöld.
Bein útsending verður á Vísi.is frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, hefst klukkan 19:50 en útsending Vísis hefst klukkan 19:15. Hægt verður að nálgast útsendinguna á forsíðu Vísis.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.



Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

1. Samfylkingin

2. Sjálfstæðisflokkur

3. Vinstri hreyfingin - grænt framboð

4. Framsóknarflokkur

5. Hreyfingin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×