Innlent

Rolla skotin með kraftmiklum riffli - lítilmannlegt segir lögreglan

Rolla á beit.
Rolla á beit. Mynd Stefán Karlsson
Rolla á Vestfjörðum hlaut skjót og heldur nöturleg örlög þegar hún var skotin til dauða með kraftmiklum riffli í síðustu viku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum fékk lögreglan tilkynningu um dauða rollunnar þann 26. september síðastliðinn. Lögreglan fór á vettvang og fann þá rolluna um 300 metrum fyrir ofan skotsvæði skotfélagsins upp á heiði, fyrir ofan Dagverðardal.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni, sem þykir framferði skotmannsins heldur lítilmannlegt. Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem gætu leitt í ljós hver gerandinn er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×