Erlent

Neyðarástand á Filippseyjum

Mynd/AP
Flóðin á Filippseyjum eru nú í rénun en tveir fellibyljir hafa gengið yfir eyjarnar síðustu daga og hafa sextíu látið lífið í hamförunum. Mikið neyðarástand ríkir þó enn á stórum svæðum og er mikil þörf á mataraðstoð og ferskvatni.

Að minnsta kosti fimmtán þorp á svæðinu eru enn umlukin vatni og hafast um fimmtán þúsund manns við í björgunarskýlum sem komið hefur verið upp.

Monsún tímabilið í Suðaustur Asíu hefur verið sérstaklega mannskætt þetta árið og hafa hundruðir manna látist á síðustu fjórum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×