Innlent

Haukur Holm ritstjóri Reykjavíkur

Haukur Holm.
Haukur Holm.
Haukur Holm hefur verið ráðinn ritstjóri Vikublaðsins Reykjavík. Hann tók við starfinu 1. október sl., og kemur fyrsta blaðið undir ritstjórn hans út þann 8. október næstkomandi. Haukur hefur starfað við fréttamennsku vel á þriðja áratug, lengst af hjá Stöð 2.

Að sögn nýs ritstjóra verður leitast við að hafa blaðið bæði fræðandi og skemmtilegan vettvang um málefni höfuðborgarinnar og íbúa hennar. Blaðið verður öllum opið til frjálsra og málefnalegra skoðanaskipta og verður ekkert mannlegt því óviðkomandi.

Reykjavík – vikublað er borið inn á hvert heimili í borginni á laugardagsmorgnum, auk þess sem það liggur frammi á flestum þeim stöðum sem fólk kemur saman á.

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, tekur svo við sem ritsjóri blaðsins Hafnarfjörður, sem er í eigu sama fyrirtækis og gefur út vikublaðið Reykjavík, samkvæmt frétt sem birtist á Pressan.is fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×