Innlent

Tekin tvisvar dópuð undir stýri með barnið í bílnum

Þegar lögreglumenn stöðvuðu 32 ára konu á bíl í Skeifunni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, við hefðbundið eftirlit, kom í ljós að hún var undri áhrifum fíkniefna og var með sjö ára barn sitt í bílnum, auk þess sem hún var réttindalaus.

Síðar kom í ljós að þetta er sama konan og lögreglan tók úr umferð á fimmtudaginn í síðustu viku, líka dópaða og með barnið í bílnum.

Barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um athæfi konunnar í nótt, í annað sinn á innan við viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×