Innlent

Dolfallnir yfir ræðu forsetans

Ólafur Ragnar í þingsal á laugardag.
Ólafur Ragnar í þingsal á laugardag.
Ungir vinstri grænir eru dolfallnir á þeim misskilningi á eðli lýðræðis, sem birtist í ræðu forsetans við setningu Alþingis á laugardag.

Í ályktun aðalfundar ungra vinstri grænna, sem haldinn var um helgina segir að þróun í átt að aukinni miðstýringu ríkisvaldsins brjóti í bága við hugmyndir um aukið lýðræði.

Velti fundurinn fyrir sér hvort forsetinn sé blindur á vilja þjóðarinnar, eða hvort hann standist einfaldlega ekki mátið að auka eigin umsvif á óvissutímum, segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×