Innlent

Lögðu hald á ólögleg lyf í alþjóðlegri aðgerð

Tollgæslan lagði hald á tæplega átta þúsund ólöglegar töflur og fölsuð lyf sem selja átti á netinu í viðamikilli aðgerð sem teygði anga sína um allan heim. Aðgerðin var skipulögð af alþjóðlegum samtökum tollembætta og Interpol. Stóð hún yfir dagana 20. til 27. september og er sú viðamesta sem skipulögð hefur verið af þessu tagi.

Áttatíu og eitt land tók þátt í aðgerðinni og var meðal annars lagt haldt á um 8000 sendingar og 2.4 milljónir taflna voru gerðar upptækar. Jafnframt var u.þ.b. 13,500 sölusíðum lokað í framhaldinu. Meðal þeirra lyfja sem gerð voru upptæk voru fúkkalyf, krabbameinslyf, þunglyndislyf, flogaveikilyf, megrunarlyf og fæðubótarefni.

Fjöldi aðila voru handteknir í tengslum við aðgerðina, ýmist fyrir framleiðslu, sölu eða dreifingu á efnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×