Innlent

Hagsmunasamtökin harma eggjakastið

Mynd/Daníel
Hagsmunasamtök heimilanna harma að þingmaður og myndatökumaður hafi orðið fyri hnjaski þegar eggjum var kastað að ráðamönnum við þingsetninguna á laugardaginn var. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau hafi í margar vikur talað fyrir friðsömum samstöðufundi.

„Samtökin telja að slíkt ofbeldi sé til marks um þá örvæntingu sem ríkt hefur í samfélaginu allt of lengi. Ástand sem samtökin hafa ítrekað varað við að skapist þegar samfélagssáttmálinn hefur verið rofinn. Samtökin harma jafnframt að þingsetning hafi ekki getað farið fram án eggjakasts og ofbeldis árum saman.“, segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Ekki síður harma samtökin það efnahagslega ofbeldi stjórnvalda og fjármálastofnana gagnvart almenningi sem látið er viðgangast,“ segir einnig en yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×