Innlent

Bein útsending frá stefnuræðum á Alþingi í kvöld

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað mánudaginn 3. október 2011, kl. 19.50. Þá verður einnig bein útsending frá umræðunum á Vísir.is.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

Samfylkingin,

Sjálfstæðisflokkur,

Vinstri hreyfingin - grænt framboð,

Framsóknarflokkur og

Hreyfingin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×