Erlent

Fundu líkamsklukkugenið

Nýuppgötvað gen skýrir það ferli sem kemur líkamanum aftur af stað eftir nætursvefn.
Nordicphotos/getty
Nýuppgötvað gen skýrir það ferli sem kemur líkamanum aftur af stað eftir nætursvefn. Nordicphotos/getty
Vísindamenn við Salk-stofnunina í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á gen sem virðist stjórna líffræðilegri klukku mannslíkamans. Genið hefur á morgnana framleiðslu á ákveðnu prótíni sem líkaminn fylgist með til að vita hvenær hann á að sofa og vaka. Þá örvar það efnaskipti í líkamanum.

Binda vísindamennirnir vonir við að uppgötvunin geti komið að notum við að skýra hluta af orsökum svefnleysis, öldrunar og sjúkdóma á borð við krabbamein og sykursýki. Þá vonast þeir til að einn daginn verði hægt að gera uppgötvunina hagnýta við meðferð þessara sjúkdóma.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×