Innlent

Níu kannabisræktendur ákærðir

Flestar voru plönturnar 155 í einu máli.
Flestar voru plönturnar 155 í einu máli.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært níu kannabisræktendur. Ákærurnar, sjö talsins, voru allar þingfestar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Sama dag voru fimm sakborninganna dæmdir. Þeir hlutu allt frá skilorðsbundinni refsingu upp í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hinir fjórir bíða dóms.

Ræktendurnir níu eru allir karlmenn, á aldrinum frá rúmlega tvítugu til tæplega fimmtugs.

Stórtækustu ræktendurnir, þrír menn sem ákærðir voru í einu lagi, voru með 137 kannabisplöntur í húsnæði við Stigahlíð í Reykjavík. Að auki var einn þeirra tekinn með átján kannabisplöntur á heimili sínu á Kleppsvegi. Samtals ræktuðu níumenningarnir nær 400 plöntur.

Að auki fundust hjá flestum þeirra kannabislauf, maríjúana og hass. Einn þeirra var með loftbyssu sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Þeir hinna fimm sem dæmdir hafa verið og hlutu óskilorðsbundinn fangelsisdóm höfðu allir brotið af sér áður og verið dæmdir fyrir þau brot.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×